fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Kellingin er að verða vitlaus á þessu“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Halldórsson, vélstjóri á Herjólfi, sem uppalinn er í Vestmannaeyjum, vakti nýlega mikla lukku og kátínu á meðal nágranna sinna, en örlítið síður hjá eiginkonu sinni. Í byrjun janúar tók hann fálka í fóstur og líkir ferlinu við það að sinna ungbarni, en á heimilinu er eitt ungbarn fyrir.

Umræddur fálki er ekki staðbundinn Íslandi, heldur af evrópskum uppruna, og fékk nafnið Sindri. Ágúst ákvað að nefna fálkann í höfuðið á vini sínum og hlaut hann jafnframt nafnið áður en kynið var staðfest. Segir hann að þessi óvænta viðbót í fjölskylduna hafi borist frá föður sínum þegar gífurlegt óveður skall á landinu og átti fálkinn þá á brattann að sækja.

„Pabbi minn fann þennan fálka í dómsdagsveðrinu svokallaða. Fálkar eru með hraðskreiðustu dýrum jarðar, en pabba, sem er 62 ára gamall og á stutt í eftirlaun, tókst með ólíkindum að ná honum í öllum storminum,“ segir Ágúst.

„Fálkinn var að vísu mjög illa farinn, hann gat ekkert flogið og var orðinn svo horaður því hann fékk engan mat. Ég efast um að Sindri hefði lifað af nóttina hefði pabbi ekki tekið hann að sér og komið honum á mig.“

Fálkinn vinsælli en börnin

Þótt Ágúst sé hæstánægður með fálkann segir hann dagana ekki alltaf vera dans á rósum. „Að sinna þessu dýri er einfaldlega eins og að vera með ungbarn. Kellingin er að verða vitlaus á þessu,“ segir Ágúst.

„Ég er stundum í fjóra, fimm klukkutíma á dag að sinna honum. Ég hef til dæmis verið að þjálfa hann í að hoppa á milli staða. Það getur verið erfitt að þrífa eftir hann, sérstaklega ef hann er með lunda eða eins og gerðist þegar hann tætti koddann minn.“

Ágúst segir fálkann þó vera ótrúlega gæfan, rólegan og að hann leyfi hverjum sem er að klappa sér, enda hefur gestagangurinn verið mikill. „Við eigum þrjú börn og konan var nýlega með eitt á brjósti og fór að grínast með að fálkinn fengi fleiri heimsóknir en allir þrír krakkarnir til samans,“ segir Ágúst og skellir upp úr.

Aðspurður um mataræði Sindra nefnir Ágúst nautakjöt, lundapysjur, rib-eye og dúfu, svo dæmi séu nefnd. Að sögn Ágústs er næsta mál á dagskrá að fita Sindra svo hann komi sterkur inn í vorið. Hann bætir þó við að það verði súrsæt tilfinning þegar dregur óhjákvæmilegum aðskilnaði hans og Sindra: „Þegar hann er tilbúinn í náttúruna,“ eins og Ágúst orðar það. „Það verður þó líklegast öllum fyrir bestu og þá ætti pressan undan konunni að minnka,“ segir hann sæll.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta