Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Alma kveður sátt þegar kallið kemur: „Dauðinn má ekki vera feimnismál“

Fókus
Föstudaginn 24. janúar 2020 10:00

Alma Geirdal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er hryllingur að greinast svona ung, að eiga allt lífið fram undan og allt í einu að eiga það ekki fram undan. Það er bara hryllingur þegar ég á ung börn og stjúpbörn,“ segir Alma Geirdal, ljósmyndari og uppistandari, í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Margir landsmenn kannast við Ölmu og baráttu hennar við krabbamein. Hún var 38 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein, en eftir að hafa gengist undir meðferð var hún laus við meinið um tíma. Hún greindist svo aftur og að þessu sinni er engin lækning.

Alma á þrjú börn; tvítuga dóttur og stráka sem eru 16 og 11 ára. Þá á hún tvö stjúpbörn, 15 ára dóttur og 10 ára son, sem unnusti hennar, Guðmundur Sigvarðsson á. Þau vita af veikindum Ölmu og segir hún að þau séu einstaklega sterk.

„Þau eru bara úr stáli, þetta eru sterkustu einstaklingar sem ég þekki og þau fara í gegnum þetta á einhverju sem ég veit ekki hvað er. Þau eru mömmu sinni mikið innan handar og dæla í mig jákvæðum styrk,“ segir hún.

Hún segir það hafa verið mikið áfall að greinast aftur með krabbamein. Hún hafi verið vongóð eftir að hafa losnað við krabbameinið í fyrra skiptið en það hafi verið eins og svört þoka legðist yfir þegar það greindist aftur. „Og tíminn bara stöðvast þegar þú færð svona fréttir.“

Alma segir að læknar hafi gefið henni fjögur ár og það sé ekkert leyndarmál. „Ég vil ekki að það sé feimni við dauðann í þessu viðtali, bara alls ekki, ég fer sátt. Ég er komin með tímann, fjögur ár, aðeins skemur eða aðeins lengur, og það má segja frá því,“ segir hún.

Hún segist ekki einblína á neina dagsetningu en sé meðvituð um stöðuna. „Ég hef tileinkað mér að lifa í núinu og lifa eftir núvitund og tel mig gera það vel,“ segir hún.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 6 dögum

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld