Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Úrsúla varpar fram umdeildri skoðun: „Janúar er flottur“

Fókus
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrsúla Jünemann, kennari, leiðsögumaður og tíður gestur á pistlasíðum dagblaða, varpar fram skoðun í Morgunblaðinu í dag sem á sér vafalaust fremur lítinn hljómgrunn. Hún segir janúar, þann hataða mánuð, uppáhaldsmánuð sinn. Óhætt er að fullyrða að janúar sé almennt illa þokkaður enda jólin búin og enn langt í páskana og sumarið.

Þessu er Úrsúla ekki sammála. „Janúar er einn af uppáhaldsmánuðunum mínum. Ég meina það í alvöru. Hann hefur marga kosti. Dagarnir lengjast mjög greinilega, nú þegar er að sjá mun. Þar sem ég á heima mun sólin sjást aftur um miðjan janúar og er það merkilegur dagur fyrir mig. Þá baka ég sólarpönnukökur eftir vestfirskum sið,“ skrifar Úrsúla.

Hún segir veðrið enn fremur oft fallegt. „Janúar kemur stundum með þetta fallega vetrarveður: Frost, snjór og vetrarbirta. Erlendur listamaður sem bjó lengi vel hér rétt hjá vildi einungis vera hér á landi um vetur. „Þá er sólarlag allan daginn,“ sagði hann, klæddi sig í kuldagalla og arkaði út í frost og snjó. Þegar ég kom hingað til landsins fyrir 40 árum í janúar heillaðist ég af vetrarbirtunni, þá voru þessir fallegu vetrardagar eins og best gerist með snjó, björtum himni og norðurljósum. Ég kynntist ekki óveðri, roki, slyddu og umhleypingum fyrr en ég var flutt hingað. En það venst og aldrei er hægt að segja að veðrið hér sé leiðigjarnt. Það er hressandi að fara út, vel klædd og fá sér ferskt loft, koma svo heim í hlýtt hús, fá sér heitan drykk og njóta þess hvað við höfum það gott,“ segir Úrsúla.

Hún minnir svo fólk á að hafa fuglana í huga á þessum tíma árs: „Rétt í þessu er ég að fara út í garð að gefa fuglunum. Þessi grey hafa einungis nokkra klukkutíma á dag í birtu á þessum tíma ársins til að geta nært sig og fengið næga orku til að standa vonda veðrið af sér. Munum sérlega núna í janúar að sinna þeim. Í lok þessa mánaðar mun dagurinn verða talsvert lengri og tveir dimmustu mánuðir að baki. Og margir ætla að taka sig á og verða betri menn. Gangi öllum vel. Janúar er flottur.“

En hvað segja lesendur? Telur þú janúar fá á sig ómaklega gagnrýni eða er þetta viðbjóðslegur mánuður?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 6 dögum

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld