fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 18. janúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Ólafsson er ekki einn af þeim sem vissi alltaf að hann ætlaði að verða leikari. Hann flosnaði snemma upp úr skóla og sótti sjóinn ásamt föður sínum sem stýrði útgerð í sjávarplássinu þar sem hann er alinn upp.

„Ég er alinn upp á sjómannsheimili þar sem átti að ríkja þögn í hádeginu því þá voru sagðar veðurfréttir. Það var alltaf fiskur í matinn og ég segi stundum að ég sé búinn að borða fisk fyrir lífstíð. Pabbi rak smábátaútgerð svo það var þægilegt fyrir strák sem hékk ekki í skóla að geta fengið fullt af pening, en þetta var ekkert fyrir mig. Ég prófaði líka að fara á togara en það var einhver mesta martröð sem ég hef upplifað. Það var svo ógeðslega kalt og skrítin standpínustemning um borð. Þess fyrir utan var ég einfaldlega ekki nógu sterkur í þetta, það þurfti mikil átök og djöfulmennsku í svona starf. Sjóferilinn endaði ég svo á Akraborginni, þá sem háseti að vísa bílum inn í skipið og það kunni ég mun betur við, ég er stoltur að hafa hætt þar.

Hallgrímur Ólafsson

 

Leiklistardraumurinn var alltaf ansi langsóttur í mínum huga,“ segir Hallgrímur og heldur áfram. „Ég held ég hafi skrifað fjórar umsóknir áður en ég lét verða af því að sækja um, en svo komst ég inn í fyrstu tilraun. Það var mikið gert grín af mér í skólanum enda var ég varla með grunnskólapróf. Ég vissi ekkert um stefnur eða strauma, hafði ekkert lesið af bókmenntum og kunni ekki staf í því sem bekkjarsystkini mín höfðu lært á sinni menntaskólagöngu. En ég vissi að þetta var eitthvað sem ég vildi gera. Það var bara smáborgarinn í mér sem hélt aftur að mér, að ég gæti ekki látið verða af þessum draumi því hann var of fjarlægur á Akranesi. Það er svona að alast upp í litlu samfélagi, manni finnst maður ekki geta komist neitt en þar fyrir utan þekkti ég ekki þennan leikhúsheim, maður heyrði bara sögur um erfið inntökupróf þar sem fleiri hundruð manns sækja um en einungis átta fá inngöngu. Ég hafði aldrei leikið neitt en í þau skipti sem ég sótti leikhúsið fann ég að þetta væri mögulega eitthvað sem ég gæti gert. Ég vissi hins vegar ekkert hvað ég var að fara út í enda hafði ég alltaf bara séð fyrir mér lokaniðurstöðuna. Það er að segja sviðsverkið á frumsýningu en aldrei gert mér í hugarlund hvað fælist í ferðalaginu þangað. Eftir fjögur ár af náinni vinnu vorum við bekkjarsystkinin öll góðir vinir þótt við hefðum ekki endilega verið sterkasti hópurinn, við erum öll sammála því og það er alveg algengt í þessu. Auk þeirra kynntist ég svo fullt af fólki úr öðrum bekkjum sem og kennurum en ég einsetti mér frá byrjun að drekka í mig allt sem ég gat lært þarna.“

Viðtalið við Hallgrím má lesa í heild sinni í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“