Fimmtudagur 27.febrúar 2020
Fókus

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“

Fókus
Föstudaginn 17. janúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Stefanía opnar sig um niðurlægjandi upplifun á flugvelli. Atvikið gerðist fyrir nokkrum árum en á enn jafn mikið við í dag þar sem transfólk lendir ítrekað í þessu þegar það ferðast.

Áður en Ugla Stefanía fékk breytta skráningu á kyni sínu í vegabréfinu sínu voru ferðalög oft mjög erfið og streituvaldandi. Hún segir frá þessu í pistli á Metro.

„„Ertu viss um að þetta sé vegabréfið þitt fröken?“ spurði starfsmaður vegabréfaeftirlitsins. Með miklu stressi um hvað væri næst þá kinkaði ég kolli og sagði já, þetta væri mitt vegabréf. Konan hnykklaði aðeins brýrnar og starði síðan á mig og sagði: „Það stendur „karlkyns“ á vegabréfinu, en þú ert augljóslega kvenkyns.“ Starfsmaðurinn hafði rétt fyrir sér,“ skrifar Ugla Stefanía

Hún reyndi eftir sinni bestu getu að útskýra að hún væri trans og það væri ástæðan fyrir skráningu vegabréfsins.

„[Starfsmaðurinn] horfði sviplaus á mig, eins og hún hafði aldrei heyrt um transmanneskju áður og næstu 20 mínútur fóru í að reyna að útskýra hvað það þýddi að vera trans. Á meðan varð röðin á bakvið mig sífellt lengri og fólk orðið pirrað að bíða. Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það var að tala um mig.“

Ugla Stefanía greip til sinna ráða, en þar sem hún var að ferðast til Ísrael nefndi hún Dönu International, ísraelsku transkonuna sem vann Eurovision árið 1998. Það virkaði og fékk Ugla Stefanía að fara um borð í vélina.

„Þetta atvik, eitt af mörgum, er það sem ég hef þurft að upplifa einfaldlega vegna þess að ég er trans. Í langan tíma gat ég ekki breytt skráningu kyns míns í vegabréfinu til að endurspegla hver ég er,“ segir hún og segist margoft hafa þurft að rífast við starfsfólk flugvalla sem neituðu að trúa henni.

„Að þurfa að verja rétt þinn til að ferðast er ömurleg leið til að byrja ferðalag og eitthvað sem flestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af.“

Ugla Stefanía segir að eftir að hún fékk vegabréfi sínu breytt hefur verið mun auðveldara að ferðast. Hún vill þó vekja athygli á þessu því margt transfólk hefur ekki fengið skráningu sinni breytt og þar af leiðandi getur það verið mjög lýjandi að ferðast.

„Það eru mörg dæmi þar sem transfólki hefur verið neitað um borð í flugvél, verið höfð í haldi eða sérstaklega tekin fyrir af öryggisgæslunni fyrir að vera trans,“ segir Ugla Stefanía.

„Margir eru einnig kyngreindir rangt, sem hefur gerst fyrir mig og marga vini mína sem eru trans, og það er hræðileg og niðurlægjandi aðstaða að lenda í. Í róttækustu tilfellunum hefur fólk þurft að sýna flugvallastarfsmönnum kynfærin sín til að komast um borð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eyðir ríkasti maður heims auðæfunum

Svona eyðir ríkasti maður heims auðæfunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Ákærð og bæjarfulltrúi

Lítt þekkt ættartengsl – Ákærð og bæjarfulltrúi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nærmynd: Brynhildur Guðjónsdóttir: „Hún sannar þetta með smár og knár“

Nærmynd: Brynhildur Guðjónsdóttir: „Hún sannar þetta með smár og knár“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Atli safnar fyrir stóru ástina: Hafnar grunsemdum um svindl – „Ég neita að gefast upp“

Atli safnar fyrir stóru ástina: Hafnar grunsemdum um svindl – „Ég neita að gefast upp“