fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Fókus

Keppendur Tinder laugarinnar gera upp þættina – Fékk viðurnefnið „hundagellan“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 20. september 2020 20:00

Frá vinstri: Rebekka Rún, Lína Birgitta, Gauti og Tinna María.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinder laugin var stefnumótaþáttur sem hóf göngu sína í lok árs 2019. Þátturinn var sýndur á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að hann hafi vakið gríðarlega athygli. Á föstudaginn síðastliðinn birtum við viðtal við keppendur úr umdeildasta þætti Tinder laugarinnar, þau Aron Frey og Dagbjörtu Rúriks.

Sjá einnig: Tinder laugin – Hvar eru þau nú? Umtöluðustu keppendurnir stíga fram

Fyrir utan fimmta þátt Tinder laugarinnar var það fyrsti þátturinn sem vakti mestu athyglina. Það voru ekki bara spurningar kynnisins Reynis Bergmanns sem vöktu athygli, heldur einnig spurningar spyrilsins, Gauta Gunnlaugssonar.

Við ræddum við Gauta og tvo keppendur fyrsta þáttarins, Rebekku Rún Hjartardóttur og Tinnu Maríu Björgvinsdóttur. Við ræddum einnig við athafnakonuna Línu Birgittu sem var manneskjan á bak við þættina.

Fyrrverandi keppendurnir hafa öll sömu að segja, upplifun þeirra af þættinum var jákvæð og þau eru þakklát fyrir að hafa kynnst frábæru fólki við tökur þáttanna.

Gauti Gunnlaugsson. Aðsend mynd.

Gauti Gunnlaugsson

Gauti viðurkennir að athyglin hafi verið töluvert meiri en hann bjóst við. „Ég hafði bara gaman af henni en margir úr þáttunum þurftu kannski að þola slæma athygli,“ segir hann.

Aðspurður hvort hann hefði gert eitthvað öðruvísi neitar hann.

„Nei, veistu ég held það sé ekki mikið sem ég myndi breyta. Fólk má dæma eins og það vill.“

Gauti fékk lítið sem ekkert af leiðinlegum skilaboðum vegna þátttöku hans í Tinder lauginni.

„Auðvitað sögðu einhverjir: „Þetta var svo kjánalegt, af hverju fórstu í þetta?“. En ég get alveg hlegið að sjálfum mér og skammast mín ekkert, og fólk skilur kannski ekki að þetta átti að vera kjánalegt, annars hefði enginn horft á þetta. Þannig þegar fólk spyr mig að því brosi ég bara og segi: Af hverju ekki?“

Hvar er Gauti í dag?

„Ennþá einhleypur,“ segir hann og hlær. „Ég var að byrja í viðskiptafræði í HÍ og er bara að vona að þetta COVID ástand fari að batna svo ég geti farið að vinna aftur.“

Fylgstu með Gauta á Instagram.

Rebekka Rún. Aðsend mynd.

Rebekka Rún Hjartardóttir

Rebekka Rún segir að það hafi komið henni á óvart hversu margir horfðu á þáttinn. Fyrsti þátturinn fékk flestu áhorfin og hefur fengið samtals um 55 þúsund áhorf á Facebook og Instagram.

„Fólk tók misvel í þættina og athyglin var mjög áhugaverð að því leyti, en annars fannst mér athyglin skemmtileg,“ segir hún.

Aðspurð hvort hún myndi gera eitthvað öðruvísi þegar hún horfir til baka segir Rebekka:

„Mér finnst alltaf jafn fyndið að horfa á þáttinn minn. Ég var svo stressuð nefnilega. Ég hefði kannski svarað einhverjum spurningum öðruvísi, þar sem ég fékk viðurnefnið „hundagellan“ eftir þáttinn. En mér fannst það bara fyndið og ákvað að vera ekkert að pæla mikið í því,“ segir hún.

Hvar er Rebekka í dag?

„Ég er að vinna á Hrafnistu, er í skóla og æfi á fullu. Frekar mikið að gera hjá mér akkúrat núna,“ segir hún.

Fylgstu með Rebekku Rún á Instagram.

Tinna María. Aðsend mynd.

Tinna María Björgvinsdóttir

Tinnu Maríu finnst alltaf gaman að horfa til baka á þættina. „Ég sé ekki eftir neinu sem ég gerði og hefði ekki breytt neinu, því þá hefði þetta ekki endað eins og það gerði,“ segir hún.

„Mér fannst athyglin sem þættirnir fengu frábær og fólk segir oft við mig: „Vá hvað ég kannast við þig“ og það er oft góður „ísbrjótur“ þegar maður er að kynnast nýju fólki.“

Tinna María segist ekki hafa fengið mikið af leiðinlegum skilaboðum. „Sem betur fer, ég greinilega hagaði mér ekki jafn „illa“ og vinir mínir sem áttu engan skít skilið, þar sem þetta var bara sjónvarpsefni til þess að hafa gaman af, ekki eitthvað til að rakka fólk niður fyrir og segja þeim að þau eiga ekki að haga sér á ákveðna vegu. Fólk á bara að halda hlutum fyrir sig, ég skil ekki hvað fólk fær út úr því að senda leiðinleg skilaboð á einhvern aðila sem þau þekkja ekki neitt,“ segir hún.

Hvar er Tinna María í dag?

„Ég byrja í naglaskóla í næstu viku og ætla að fara í Tækniskólann í janúar að klára hárgreiðsluna ef skólinn vill fá mig,“ segir hún.

Fylgstu með Tinnu Maríu á Instagram.

Kostir og gallar

Við spurðum þau um kosti og galla Tinder laugarinnar að þeirra mati. Þau voru sammála um að helsti kostur Tinder laugarinnar væri félagsskapurinn og vináttan sem kom til vegna þáttanna.

Gauti: „Kostirnir voru klárlega að kynnast fólkinu í þáttunum og ég hataði ekki athyglina ef ég á að vera hreinskilinn og ég kynntist nú líka helling af fólki sem þekkti mig úr þættinum og vildi bara tala við mig um hann. Eini gallinn sem mér dettur í hug er að fólk á það til að ákveða eða dæma hvernig þú ert áður en það kynnist þér.“

Rebekka Rún: „Besti kosturinn er klárlega vináttan sem skapaðist eftir þættina og hvað allir voru almennilegir þarna. Ég allavega hef ekkert slæmt um Tinderlaugina að segja þar sem upplifunin mín var góð. Drykkjan hefði kannski mátt vera minni.“

Tinna María:„Kostirnir eru margir en það sem ég tel besta kostin vera er félagsskapurinn sem að ég kynntist út frá þessu, þykir ofboðslega vænt um alla. Það er erfitt að segja frá mínu sjónarhorni einhverja galla um Tinder laugina þar sem ég horfði svo jákvætt á þetta og var þetta bara glens og gaman. Hefði reyndar viljað vera í fleiri þáttum.“

Lína Birgitta. DV/Mynd: Hanna

Lína Birgitta

Athafnakonan Lína Birgitta stóð að baki þáttanna og lítur til baka með bros á vör.

„Mér fannst þetta ótrúlega skemmtileg. Ég fékk þessa hugmynd og ákvað að gera þetta þó ég vissi ekkert hvernig ég ætlaði að gera þetta,“ segir Lína Birgitta.

„Eftir á litið myndi ég gera þetta öðruvísi ef við gerum þetta aftur. Það eru ótrúlega margir búnir að biðja um aðra seríu, þá myndi ég gera þetta aðeins öðruvísi. Maður lærir alltaf af öllu. En ef þetta hefði ekki verið eins og þetta var hefði þetta aldrei fengið svona mikið umtal. Þetta var náttúrlega sjokker fyrir marga,“ segir Lína Birgitta.

Sjá einnig: Lína Birgitta svarar gagnrýni um Tinder laugina: „Það var enginn skikkaður eða neyddur til að svara spurningu“

Aðspurð hvort að takmark á áfengum drykkjum myndi vera ein af breytingunum sem yrði gerð fyrir næstu þáttaröð hlær Lína Birgitta og svarar játandi.

„Mesta lagi tvo drykki á mann,“ segir hún.

Lína Birgitta segir að önnur þáttaröð sé ekki í vinnslu en hún getur þó ekki sagt að það muni aldrei koma önnur þáttaröð. „Maður veit aldrei hvort maður segi bara „fokk it“ og ákveði að gera aðra þáttaröð,“ segir hún.

Þó svo að enginn hafi fundið ástina í þáttunum segir Lína Birgitta að eftir standi frábær vinahópur sem hittist reglulega.

Þú getur horft á alla þætti Tinder laugarinnar á Instagram og Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“

Konan sem uppljóstraði um framhjáhald í Reykjavík Síðdegis fræg á ný – „Klárlega í topp 5“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn

Guðmundur glímdi við klám- og tölvuleikjafíkn