fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Sex atriði sem gefa til kynna að þú sért gáfaðri en meðalmaðurinn

Fókus
Sunnudaginn 13. september 2020 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú myndir spyrja 100 einstaklinga að því hvort þeir væru gáfaðri en meðalmaðurinn eru líkur á því að ríflegur meirihluti myndi svara spurningunni játandi. Hvað sem því líður hafa vísindamenn, með öllum sínum rannsóknum og skýrslum, komist að nokkrum athyglisverðum atriðum sem lúta að gáfum fólks. Sum atriði þykja gefa vísbendingar um gáfur einstaklinga og tók vefútgáfa breska blaðsins Independent saman sex slík atriði.

Þú ert kaldhæðin/n

Kaldhæðni er hugtak sem nær yfir þá „list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar“ eins og það er orðað á Vísindavefnum. Ekki alls fyrir löngu komust vísindamenn að því að því að þeir sem beita kaldhæðni og skilja kaldhæðni séu meira skapandi en aðrir einstaklingar. „Til að skapa eða skilja kaldhæðni, þurfa bæði þeir sem tjá kaldhæðni og þeir sem taka á móti henni, að yfirstíga mótsögnina milli bókstaflegrar og raunverulegrar þýðingar kaldhæðni,“ eins og það er orðað í niðurstöðunum.

Þú talar fleiri en eitt tungumál

Að tala fleiri en eitt tungumál getur minnkað líkur eða dregið úr líkum á elliglöpum, eins og Alzheimer‘s-sjúkdóminum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þeim mun fleiri tungumál sem þú kannt, þeim mun skilvirkari er starfsemi heilans.

Þú ert elsta barnið

Rannsóknir hafa sýnt að elstu systkinin hafa að jafnaði örlítið hærri greindarvísitölu en yngri systkini. Þetta er samkvæmt allavega einni rannsókn. Ekki virðist vera um erfðafræðileg atriði að ræða heldur tengist þetta því umhverfi og þeim aðstæðum sem börnin fæðast í.

Þú ert örvhent/ur

Örvhentir eru aðeins tíu prósent mannkyns en rannsóknir hafa meðal annars sýnt að örvhentir vinna hraðar en rétthentir. Þeir eru sagðir eiga auðveldara með að læra stærðfræði vegna þess að hægra heilahvel þeirra er þroskaðra en rétthentra en þar á rýmisgreindin heima. Þá eru örvhentir sagðir eiga auðveldara með að leysa úr flóknum vandamálum en þeir sem eru rétthentir.

Þú ert fyndin/n

Mannskepnan er félagsvera í eðli sínu og okkur finnst fólk sem reitir af sér vel heppnaða brandara meira aðlaðandi en þeir sem sitja og þegja úti í horni. Þeir sem eru fyndnir og opnir eiga auðveldara með að tjá sig en aðrir og það eitt og sér er merki um gáfur. Að segja vel heppnaðan brandara er kúnst. Það skiptir máli hvenær hann er sagður og í hvaða aðstæðum. Þeir sem eiga gott með þetta eru líklega aðeins gáfaðri en aðrir.

Þú efast um visku þína

Heimspekingurinn Sókrates sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að hin sanna viska væri að vita að þú veist ekki neitt. Dunning-Kruger-áhrifin svokölluðu, sem fyrst var farið að tala um árið 1999, fela í sér að gáfaðir einstaklingar eru frekar tilbúnir og viljugri en aðrir til að leiðrétta og viðurkenna mistök sín. Þannig að ef þú ert tilbúin/n að játa að þú hafir haft rangt fyrir þér, í stað þess að þverskallast við að viðurkenna það, þá ertu líklega aðeins gáfaðri en þeir sem hafa ekki þennan eiginleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu