fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Fókus

Mariah Carey opnar sig um „óþægilega“ viðtalið hjá Ellen DeGeneres

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. september 2020 13:32

Mariah Carey og Ellen DeGeneres.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellen DeGeneres hefur ekki átt sjö dagana sæla. Undanfarna mánuði hefur verið afar neikvæð umræða um þáttastjórnandann. Ásakanir um einelti, rasisma og kynferðislega áreitni hafa farið hátt í tengslum við hana og vinsælan spjallþátt hennar.

Margt úr fortíð Ellen hefur komið aftur upp á yfirborðið, meðal annars frægt viðtal Ellen við stórsöngkonuna Mariuh Carey árið 2008.

Ellen hafði heyrt orðróm um að Mariah væri ólétt og spurði hana út í það. Mariah sagðist ekki vilja ræða það en þá tók Ellen fram tvö kampavínglös og sagði að ef Mariah væri ekki ófrísk þá gæti hún auðveldlega fengið sér sopa. Mariah endaði með láta undan og opinbera meðgönguna í þættinum. Hún missti fóstrið stuttu seinna og þurfti að tilkynna það opinberlega.

Ellen hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hegðun sína gagnvart Mariuh. Ef það hefði ekki verið fyrir ágengni Ellen hefði Mariah ekki neyðst til að greina frá fósturlátinu opinberlega.

Mariah Carey opnar sig um atvikið í viðtali Vulture.

„Mér fannst þetta ótrúlega óþægilegt,“ segir hún. „Það er það eina sem ég get sagt. Og ég átti mjög erfitt með að glíma við það sem kom á eftir.“

Mariah segir að hún hafi ekki verið tilbúin að segja neinum því hún hafði áður misst fóstur. „Ég vil ekki sparka í neinn sem er þegar liggjandi, en ég mér fannst þetta ekki gaman,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Fyrir 3 dögum

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun

The Bachelor, Love Island og kynlífsröskun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga ráðherrahjónin saman

Svona eiga ráðherrahjónin saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mæðgur naktar saman í Playboy

Mæðgur naktar saman í Playboy
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ráð til að standa við áramótaheitið – Setjum okkur skýrari og skemmtilegri skref

Ráð til að standa við áramótaheitið – Setjum okkur skýrari og skemmtilegri skref
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn