fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Fókus

Brúnkuslys íslenskra kvenna – „Var eins og Hulk í nokkra daga“

Unnur Regína
Mánudaginn 6. júlí 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa einhvern tímann á ævinni borið á sig brúnkukrem í tilraun til að fríska upp á útlitið. Sumir labba svo út úr húsi morguninn eftir með frísklegan ljóma og líta út eins og þeir hafi smellt sér aðeins á sólarströnd. Aðrir þurfa að loka sig inni næstu tvo dagana og kaupa allskyns tegundir af skrúbbi og hreinsikremum til að reyna að ná brúnkunni af. Blaðamaður smellti inn innlegi í hressasta Facebookhópi Íslands, Fyndna frænka, og óskaði eftir sögum kvenna mislukkuðum brúnkukremsæfingum.

Steinunn Þorsteinsdóttir: „Ég lá einhverntímann úti í sólbaði og hugsaði að ég yrði að bera á mig vörn því sólin var svo sterk. Ég bar á mig og komst svo að því seinna um daginn að það var brúnkukrem en ekki sólarvörn, á því miður ekki mynd.“

Sonja Steinarsdóttir : „2 ára barnið mitt sem fékk blautþurrkur til þess að þvo sér í framan en þetta voru brúnkuklútar….“

Rakel Ólöf Andrésdóttir hefur alltaf átt erfitt með að lesa leiðbeiningar: „Ég s.s. skellti þessu bara á mig og fór að sofa. Eyddi svo deginum eftir með skrúbb og hin ýmsu efni sem til voru á heimilinu. Þetta átti að vera voða mildur og náttúrulegur litur.“

Rakel Ólöf hefði betur lesið leiðbeiningarnar.

Sígríður Elsa Álfhildardóttir vildi hressa aðeins upp á útlitið: „Ég brúkaði gamalt brúnkukrem síðan áður en ég varð ólétt, kannski eitt og hálft ár síðan það var notað seinast. Brúnkukremið var orðið grænt,“ sagði Sigríður.

Helga Guðnadóttir: „Ég fór að sofa með brúnkukremið á mér og kærastinn minn vaknaði daginn eftir með brúnkubletti hér og þar eftir að hafa „spoonað“ mig um nóttina.“

Anna María Poulsen sagðist hafa lent í því eitt skipti eftir djamm að hafa ætlað að þrífa á sér andlitið og gripið klúta sem hún hélt að væru hreinsiklútar: „Ég þreif á mér andlitið og skellti mér í klippingu. Svo fór ég að taka eftir því að andlitið á mér varð alltaf dekkra og dekkra og það var ekki fyrr en þá að ég uppgötvaði að ég hafi verið að nota brúnku klútu. Ég man það næst þegar ég þvæ á mér andlitið að lesa vel utan á pakkninguna.“

Linda Valgerðardóttir: „Ohh the shame… Fórum til Orlando í janúar og ég ætlaði að ná forskoti á brúnkuna. Ég fer vanalega í ljós. Ég las leiðbeiningarnar og allt saman þar sem að ég var að gera þetta í fyrsta skipti. Ég varð smá þurr á höndunum. Ég skrúbbaði hendurnar í viku með kornakremum til að losna við appelsínuhendurnar.“

Lovísa Valkyrja: „Einu sinni bar ég á mig brúnku froðu sem var víst útrunninn. Fyrst var hún brún svo þegar ég þornaði þá varð ég græn. Var eins og HULK í nokkra daga.“

Íris Björg: „Ég lagðist útaf í rúmið eitt kvöldið, búin að fjárfesta í MSM geli og fleiru spennandi frá Forever Living Product. Fann fyrir þreytu í liðum handa og fóta. Teygði mig í túpuna á náttborðinu og þóttist lesa á túpuna í rökkrinu . Makaði á mig og fann hvernig mér leið mun betur. Snilld alveg hreint hugsaði ég og svaf eins og steinn. Morguninn eftir voru fingur, hendur, fætur og tær eins eg hefði hrært í rotþró alla nóttina. Á þvi miður ekki mynd en það sem ég skemmti öðrum!“

Dísa Gísla ætlaði „að sjæna sig til“ fyrir Samfés: „Fyrir Samfés fyrir mörgum árum missti ég mig í brúnkunni. Erum við að tala um tvöfaldan túrbó í ljósum daglega, brúnkukrem, brúnkuklúta og fór í brúnkusprautu. Ég er hvítari en skítur upprunalega. Ekkert langt frá því að vera jafn hvít og hárið mitt á þessari mynd.“

Dísa Gísla fyrir Samfés

Þórunn Lilja Hilmarsdóttir: „Ég kom einu sinni full heim fyrir þónokkrum árum síðan. Ég fann ekki klósettpappir þegar ég fór að pissa (var örugglega einhverstaðar þarna). Gat ekki farið uppí rúm án þess að skeina mér svo eg greip í brúnkuklúta og skeindi mér með þeim. Vaknaði svo daginn eftir með brúnt far a puttunum og augljóslega á öðrum stað. Ég á því miður ekki mynd af því en leyfi ímyndunaraflinu ykkar að ráða þessu.“

Fríða Björk: „Ég notaði einu sinni rakakrem frá Dove með smá brúnku og þegar ég flutti erlendis skildi ég það eftir á baðinu hjá mömmu og pabba. Mamma hringdi svo í mig nokkrum vikum seinna og var bara að spjalla um daginn og veginn en nefndi að hún skildi ekkert í því að hún var alltaf eitthvað skítug á úlnliðunum! Hún hafði fullt af kenningum um að fötin hennar væru að lita út frá sér eða skartgripir, nú eða hún væri komin með einhverjar húðlitabreytingar. Hún hafði þá verið að nota raka kremið mitt með brúnku sem handáburð.“

Linda Vestmann: „Já, einhvernveginn náði ég að gleyma að setja á hendurnar á mér. Ég á þó nokkur brúnkuslys en æfingin skapar meistarann.“

Linda Vestmann

Guðný Reykjalín: „Einu sinni var ég á leiðinni út að skemmta mér, ég ákvað að plokka og lita á mér augabrúnirnar (með RefectoCil lit og festi) ég lét það bíða góða stund og hreinsaði svo af í sturtunni. Eftir sturtuna ákvað ég að spreyja léttu brúnkuspreyi á andlitið. Þar sem ég hafði góðan tíma til að græja mig fyrir kvöldið leyfði ég því að þorna, fór fram og fékk mér drykk og slakaði aðeins á. U.þ.b. klukkutíma seinna fór ég inn á bað aftur til að mála mig en þegar ég lít í spegilinn er ég með skær appelsínugular augabrúnir. Festirinn í augabrúnalitinum virkaði svona vel með brúnkuspreyinu. Ég var með appelsínugular augabrúnir í 5 daga á eftir, ég á því miður enga mynd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“

Fyrrverandi samstarfsmaður kemur Heard til varnar – „Ég trúi Amber Heard“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll

Íþróttaálfurinn selur 343 fermetra hönnunarhöll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman

Vigdís Howser gengin út – Fullkomnar andstæður náðu saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“

Umdeild færsla Andrésar setti allt í uppnám á Twitter – „Hvaða rugl er þetta?“