fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Spurningarnar úr inntökuprófi í læknadeild – Ert þú klárari en læknanemi?

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. júní 2020 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær og í dag fóru fram inntökupróf í læknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. DV hefur undir höndunum nokkrar þeirra fjölmörgu spurninga úr þeim hluta prófsins sem fór fram í dag og varðar almenna þekkingu. Er lesendum boðið að spreyta sig á þeim og sjá hvort þeir eigi jafnvel erindi í prófið að ári. Svörin má finna neðst. Spurningarnar kunna að vera umorðaðar, enda byggðar að öllu leyti á minni þeirra er þreyttu prófið fyrr í dag.

Metfjöldi þreytti 12 klukkustunda langt prófið

Metfjöldi þreytti prófið að þessu sinni en um 384 sóttu um að hefja nám í læknisfræði og eru það umtalsvert fleiri en undanfarin ár sem þá tóku á móti tvöföldum árgöngum vegna styttingar framhaldsskólastigsins úr fjórum árum í þrjú. Þeim sem verma 60 efstu sætin verður boðið að hefja nám við deildina í haust.

Að venju var prófið skipt í 6 hluta og hver hluti tveggja klukkustunda langur og því um alls 12 klukkustunda próf að ræða.

Spurt var um líffræði og lífeðlisfræði auk sálfræði í þeim fyrsta. Yrt rökfærslu og siðfræði í öðrum og eðlisfræði og upplýsingalæsi í þeim þriðja. Fjórði hluti snéri að stærðfræði og félagsfræði og sá fimmti að efnafræði.

Spurningarnar má finna hér að neðan.

Fyrir áhugasama er inntökuprófið haldið einu sinni á ári og kostar 20.000 kr. að spreyta sig. Prófað er úr öllu framhaldsskólaefni ofannefndra greina.

Spurningar úr almenna þekkingarhluta Læknadeildar 

  1. Hver er forseti Alþingis?
  2. Hvað fljúga kríurnar langt á ári að jafnaði?
  3. Hvert er hlutfall hafs og lands á yfirborði jarðar?
  4. Hvaða dómkirkja varð eldi að bráð árið 2019?
  5. Hvenær er alþjóðlegi pí-dagurinn?
  6. Í hvaða landi hafði Samherji umdeilda starfsemi?
  7. Hvaða sjúkdómi veldur Yersinia pestis?
  8. Hver hét upphaflega Stefani JoanneAngelina Germanotta?
  9. Hvað hræðist sá sem hrjáist af hemofóbíu?
  10. Hvar er best að sjá Loðmund, Snækollur og Fannborg?
  11. Hvenær hóf Tesla sölu á bílum á Íslandi?
  12. Hverju tilheyra maki, uramaki, sashimi og nigiri?
  13. Hver er umboðsmaður Alþingis?
  14. Við hvaða hitastig frýs hreint vatn á Fahreinheit kvarða?
  15. Hvaða ráðherraembætti gegnir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð?
  16. Hvar er flugvöllurinn Arlanda?
  17. Hver er nýr útvarpsstjóri?
  18. Hvaða þýðingu hefur hugtakið Kibbutz í Ísrael?
  19. Hver er forseti Brasilíu?
  20. Hver er höfundur bókanna um Fíusól?
  21. Hvenær kjósa Bandaríkjamenn sér forseta næst?
  22. Hvaða trúfélagi tilheyra John Travolta, Tom Cruise og tónlistarmaðurinn Beck?
  23. Á hvaða bæ féll snjóflóð í janúar 2020?
  24. Hvaða Suður-ameríska sendiráð hýsti Julian Assange lengi vel?
  25. Hvaða land er með lénsendinguna .FO
  26. Hvernig er 2020 skrifað með rómverskum tölustöfum?
  27. Hvaða eyja er stærst Kanaríeyja?
  28. Ólympíuleikum í hvaða borg var frestað vegna Covid-19 faraldursins?
  29. Hvaða prótín er í mannshári?
  30. Hvað er sólarljós lengi til jarðar?
  31. Hver er forstjóri Útlendingastofnunnar?
  32. Hvaðan er Nóbelsverðlaunahafinn Olga Tokarczuk?
  33. Frá hvaða landi kemur K-pop?
  34. Hvaða íþróttamaður dó í flugslysi 2020?
  35. Hvar á landinu eru póstnúmerin 600 og 601?
  36. Hver er forseti Ferðafélags Íslands
  37. Hvað heitir kórónuveiran sem veldur Covid-19?
  38. Hver er minnsti varpfugl á Íslandi?
  39. Eftir hvern er leikritið Vanja frændi sem Borgarleikhúsið setti upp á þessu ári?
  40. Höfuðborg hvaða sjálfstjórnarhéraðs er Barcelona?

 Svör við spurningum

  1. Steingrímur J. Sigfússon hefur setið sem forseti Alþingis síðan í desember 2017 þegar Vinstri grænir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu þingmeirihluta.
  2. Krían flýgur u.þ.b. 70.000 km á ári og er það mest allra fugla. Segir á Vísindavefnum að þær fljúgi á ævi sinni sömu vegalengd og til tunglsins og til baka.
  3. Um sjötíu hundraðshlutar yfirborðs jarðar eru haf og því þekur land einungis um þrjátíu. Svarið er því 70/30
  4. Eins og frægt er kviknaði eldur í Notre Dame kirkjunni í París í apríl 2019.
  5. Pí-dagurinn er 14. mars, en sá dagur er víða skrifaður 3.14 og talan pí er auðvitað 3.14.
  6. Namibíu
  7. Yersinia pestis er baktería sem olli svartadauða sem geisaði í Evrópu á 14. öld.
  8. Söngkonan sem ber þetta tignarlega nafn þekkja auðvitað allir sem Lady Gaga.
  9. Hemofóbar hræðast blóð
  10. Loðmundur, Snækollur og Fannborg eru fjöll í Kerlingarfjöllum.
  11. Tesla opnaði þjónustumiðstöð sína á Íslandi árið 2019.
  12. Þetta máttu búast við að sjá á matseðli á Sushi veitingahúsi
  13. Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis
  14. 32°F
  15. Þórdís Kolbrún er í dag ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands og gegndi um tíma stöðu dómsmálaráðherra.
  16. Arlanda er í Stokkhólmi.
  17. Stefán Eiríksson er nýr útvarpsstjóri.
  18. Kibbutz eru samyrkjubú í Ísrael.
  19. Jair Bolsonaro er forseti Brasilíu.
  20. Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifaði bækurnar um Fíusól.
  21. Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru næst í nóvember á þessu ári.
  22. Þeir tilheyra vísindakirkjunni.
  23. Snjóflóð féll á Flateyri. Sömu nótt féll flóð í Súgandafjörð gegnt Suðureyri og skall flóðbylgja á bænum. Daginn eftir var réttur aldarfjórðungur liðinn frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík.
  24. Sendiráð Ekvador.
  25. Færeyjar
  26. MMXX er 2020 með rómverskum tölustöfum.
  27. Tenerife er stærst eyjanna.
  28. Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó var frestað vegna faraldursins.
  29. Keratín.
  30. Sólarljós er 8 mínútur og 20 sekúndur að berast til jarðar frá sólinni. Ljóshraði er rétt tæplega 300.000.000 metrar á sekúndu og vegalengdin á milli sólar og jarðar u.þ.b. 150.000.000 kílómetrar.
  31. Kristín Völundardóttir er forstjóri Útlendingastofnunar.
  32. Olga er frá Póllandi.
  33. K-pop er frá Suður-Kóreu.
  34. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant lést í voveiflegu þyrluslysi í janúar 2020.
  35. Þau eru bæði á Akureyri.
  36. Ólafur Örn Haraldsson er forseti Ferðafélagsins.
  37. Kórónuveiran sem veldur Covid-19 heitir SARS-CoV-2.
  38. Glókollur er minnsti varpfugl á Íslandi og Evrópu.
  39. Anton Tsjekhov skrifaði leikritið Vanja frændi.
  40. Barcelona er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“