fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fókus

Alda Coco svarar gagnrýni um Photoshop – „Ég er með mjög flottar línur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. maí 2020 10:06

Alda Coco.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glamúrfyrirsætan Alda Coco svarar fyrir sig. Hún var sökuð um að breyta líkama sínum með myndvinnsluforritinu Photoshop. Alda segir að vissulega sé Photoshop notað í ljósmyndun, enda fari hún ekki til ljósmyndara sem kunni ekki á Photoshop. En það er gert til að fegra myndirnar, ekki breyta líkama hennar.

Alda vakti athygli á málinu á Instagram og ræddi nánar við DV.

Leiðinlegt án Photoshops

Tveir karlmenn skrifuðu við mynd af Öldu á Instagram og sögðu hana styðjast of mikið við myndvinnsluforritið.

„Óþarfi að photoshoppa líkamann samt til að líta betri en hann er,“ sagði annar þeirra.

Myndin sem um ræðir. Mynd: Óli Harðar.

„Ég er ekki að photoshoppa hann svo hann líti betur út. Ég er með mjög flottar línur sjálf. Ef þú skoðar Gym í Highlights hjá mér á Instagram, þá sérðu hvað ég á við,“ segir Alda.

Í samtali við DV segist Alda ekki lenda oft í þessu en þetta sé leiðinlegt samt sem áður.

„Fólk sem skilur atvinnuljósmyndun vita að myndir verða hráar og leiðinlegar án Photoshops. Ég fer aldrei í tökur hjá neinum sem kann ekki að nota forritið. Góður ljósmyndari er ekki góður ef hann notar ekki Photoshop. Þetta snýst um flottar myndir og fallega myndvinnslu,“ segir hún og bætir við að sumir ljósmyndarar nota aðeins góða lýsingu.

„En mér finnst myndir sem eru ekki unnar í myndvinnsluforriti leiðinlegar og ekkert gaman að skoða þær.“

https://www.instagram.com/p/B-oGXJ1APjc/

Örugg í eigin skinni

Alda segir að það séu alltaf til „haters“ en hún leyfir þeim „aldrei að stjórna.“

„Ég veit sjálf best hvernig ég lít út. Ég er mjög flott án Photoshops. Ég er mjög grannvaxin með fallegar línur á maganum og er mjög heppin með húð. Ég er til dæmis ekki með neina sjáanlega appelsínuhúð og er að verða 32 ára. Ég er rosalega örugg,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B_WwmCPAOTd/

Næstu verkefni

Alda segir að samkomubannið hafi farið ágætlega í hana en henni þykir það leiðinlegt að hitta ekki ömmu sína. Það hefur einnig sett strik í reikninginn fyrir hana sem glamúrfyrirsætu.

„Það ætluðu nokkrir ljósmyndarar að koma að utan og mynda mig. En þeir eru fastir úti þannig ég geri bara eitthvað skemmtilegt með íslenskum ljósmyndurum í staðinn. Ég er byrjuð að bóka tökur í sumar. Það væri auðvitað gott að geta farið til Bandaríkjanna þar sem glamúrfyrirsætubransinn blómstrar. En ég mun bíða með það þar til mótefni fæst og flestum hafa batnað. Ég er ekkert spennt að ferðast núna og vil helst bara að túristar séu heima hjá sér og Íslendingar haldi sér á Íslandi.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“

Ætlaði að hafna einu þekktasta hlutverki sínu – Kallaði hlutverkið „helvítis heimsku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2025 – „Landsmenn ófeimnir við að prófa sig áfram í pegginu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu

Sydney Sweeney gyllt og nakin á forsíðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus

Ástvinir hafa verulegar áhyggjur af eyðslu söngkonunnar – Gæti endað blönk og heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“

Óttast viðtökurnar þegar hann kemur til Íslands – „Eiga allir eftir að hata mig?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló

Nær óþekkjanleg eftir að hafa skafið af sér 45 kíló
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi