fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Bubbi segist vera „nánast atvinnulaus“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. maí 2020 22:48

Bubbi Morthens. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomubann undanfarnar vikur hefur haft áhrif á störf og afkomu mörg þúsund Íslendinga, og þá ekki síst tónlistarmenn. Tónleikar, útihátíðir og allar stærri samkomur hafa verið blásnar af og óvissan er algjör. Einn af þeim sem hefur ekki farið varhluta af ástandinu er einn ástsælasti söngvari og lagahöfundur þjóðarinnar, Bubbi Morthens.

Fyrr í kvöld birti Bubbi færslu á facebooksíðu sinni þar sem hann vakti athygli á því að hann væri nánast verkefnalaus út árið vegna samkomubannsins.

Á meðal þeirra sem taka undir með færslu Bubba er Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa: „Ég var með tónleikahátíðar bókaðar úti heimi i allt sumar. Nú er það bara stálhamar og dúkahnífur að smíða nýbyggingar.“

Kristinn Sigmundsson bassasöngvari tekur í sama streng: „Velkominn í klúbbinn. 90% af minni vinnu var performans í útlöndum. Og stærsta giggið átti að byrja í dag og standa til júníloka.“

Þá skrifar Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri: „Mér varð líka um við að heyra þessa frétt í útvarpsfréttum RÚV. Finn hana hinsvegar hvergi á vefmiðlum. Það hljóta að koma nánari útlistingar á þessu.“

Hræðilegt ef af verður

Annar vinsæll tónlistarmaður, Friðrik Ómar Friðriksson tjáir sig einnig um ástandið í pistli á facebook nú í kvöld:

Ok. Tveggja metra reglan út árið samkv.sóttvarnarlækni í fréttum nú rétt áðan. Það þýðir ýmislegt. Eiginlega margt og mikið. Maður verður jú að hugsa í lausnum en eins og gefur að skilja þá eru tónleika og leikhús þessa lands í gríðarlegum vanda statt nú þegar og allt það listafólk sem þar fram kemur svo ég tali nú ekki um aðra viðburðahaldara. Ef það greinast lítil sem engin smit næstu mánuði og enn eru þessar hömlur þá mun reyna agalega á þá samstöðu sem verið hefur.

 Það er mér þó gjörsamlega óskiljanlegt ef opna á landið með þessa reglu ennþá í gangi. Eins og staðan er núna þá mun ég ekki styðja það með nokkru móti en hlusta að sjálfsögðu á öll góð rök. Við hljótum að eiga fyrst að komast í gang áður en við bjóðum fólki að koma hingað? En ég er jú ekki sóttvarnarlæknir eða fræðingur í þessum efnum frekar en við hin hérna á gólfinu. Þetta er skellur. Hræðilegt ef af verður.

Ég er dottinn í það. Skál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“