fbpx
Miðvikudagur 08.apríl 2020
Fókus

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband

Fókus
Föstudaginn 17. janúar 2020 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, læknir, fyrrverandi borgarstjóri og tónlistarmaður, hefur sent frá sér nýtt lag. Ólafur hefur verið afkastamikill í tónlist og ljóðagerð undanfarin misseri en nýtt lag hans, sem ber heitið Kona, er það tuttugasta og fjórða í röðinni.

Ólafur segir að lagið hafi orðið til skömmu áður en frestur rann út til að senda inn lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins, undankeppni Eurovision hér á landi.

„Því fannst mér tilvalið að senda lagið inn í forkeppnina hér á landi, enda er Kona eitt besta lagið sem hefur komið til mín. Og það eru engir aukvisar, sem flytja lagið með mér, þeir Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson, sem eru sannarlega upphafsmenn umfangsmikilla tónsmíða minna frá árinu 2013.“

Ólafur segir að lagið hafi ekki hlotið náð fyrir eyrum dómnefndar að þessu sinni. Ólafur viðurkennir að það þyki honum miður.

„Ég tel afar mikilvægt að rómantískum lögum, sem innihalda ást á landi og þjóð, sé hleypt inn í þessa keppni, sem virðist einkum ætluð afar misjöfnum lögum og enn verri ljóðum eftir rétttrúnaðarhöfunda.“

Ólafur gekk í það heilaga á nýársdag eins og DV fjallaði um á dögunum. Eiginkona hans er Kolbrún Sjöfn Matthíasdóttir og fór vígslan fram í Bústaðakirkju við fallega athöfn. Í samtali við DV sagði Ólafur að nýársdagur væri merkilegur en þann 1. janúar síðastliðinn voru 70 ár síðan foreldrar hans gengu í hjónaband.

Ólafur segir að nýja lagið sé að sjálfsögðu tileinkað Kolbrúnu – trygglyndi hennar, fegurð og tign – en þau hafa verið lífsförunautar í þrettán ár.

„Myndbandið var tekið upp í Austurbæjarbíói, sem hefur mikið tilfinningagildi fyrir mig, en það var fyrir mína tilstuðlan, að vinstri menn í R-listanum, náðu ekki að rífa þetta hús, fremur en nær öll gömlu húsin við Laugaveg og fjölmörg í kvosinni. Svo skemmtilega vill til, að Gunnar Þórðarson og Hljómar komu líka að björgun Austurbæjarbíós, árið 2003. Þar vinnur nú kvikmyndatökumaður minn, Friðrik Grétarsson, sem er mikill listamaður eins og þeir Gunnar og Vilhjálmur, en sá síðarnefndi hefur hljóðritað öll lögin mín hingað til og mun halda því áfram ef guð lofar.“

Ólafur er með mörg járn í eldinum og mun tuttugasta og fimmta lag hans, Ég finn til sælu, með söng Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur koma út á næstunni. Hér að neðan má sjá myndband við lagið Kona en undir myndbandinu má sjá ljóð lagsins.

 

Ljóðið fer hér á eftir:

Víst mér svo vænt um þig finnst,
þú vermir mitt hjarta innst
og ef ég þig hitti kona svo kær,
kemur gleðin mér nær.

Dylst ekki dásemd þín mér,
dvelja ég vil með þér
og ástúð þína ég upplifa vil
um aftan og síðdegisbil.

Ég vil elska þig um alla tíð,
þú yndisleg ert og svo blíð
og með þér verður vegferðin greið,
ég villist þá ekki af leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi finnur björtu hliðarnar og greinir frá fimm COVID-nýyrðum

Logi finnur björtu hliðarnar og greinir frá fimm COVID-nýyrðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar missa sig yfir Tígrisdýra kónginum

Íslendingar missa sig yfir Tígrisdýra kónginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Patrekur Jaime útskýrir hvað „tea“ þýðir: „Þá veistu að það sé gott“

Patrekur Jaime útskýrir hvað „tea“ þýðir: „Þá veistu að það sé gott“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ester lést af slysförum aðeins 38 ára gömul – Söfnun hafin til styrktar syni hennar

Ester lést af slysförum aðeins 38 ára gömul – Söfnun hafin til styrktar syni hennar