fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Sigurjón: Íslenskir ráðherrar gætu lært mikið af Guðmundi

Fókus
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 08:51

Guðmundur Þ. Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vonandi hafa ráðherrarnir fylgst vel með handboltamótinu. Þar kemur skýrt fram að Guðmundur þjálfari undirbýr sig og liðið. Hann ann sér ekki hvíldar. Veit að góður undirbúningur skilar sér.“

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og ritstjórinn Sigurjón M. Egilsson í stuttum pistli á vef Miðjunnar. Eins og alþjóð veit hefur íslenska handboltalandsliðið staðið sig með miklum sóma á Evrópumótinu í handknattleik sem nú stendur yfir. Ísland vann heims- og ólympíumeistara Danmerkur á laugardag og í gær rúllaði liðið yfir Rússland, vann með 11 mörkum.

Sigurjón M. Egilsson.

Guðmundur Þ. Guðmundsson er landsliðsþjálfari Íslands og hann hefur fyrir löngu sýnt það og sannað að hann er einn allra fremsti handboltaþjálfari heims. Sigurjón telur að ráðherrar hér á landi gætu lært ýmist af vinnusemi Guðmundar sem kortleggur hvern andstæðing vel og skipuleggur komandi verkefni í þaula.

„Ráðherrarnir dúlla sér hins vegar. Þannig að þingmenn ræða þingmannamál. Í atvinnubótavinnu. Þau deyja nánast öll. Ástæðan er sú að ráðherrarnir skilja ekki að góður undirbúningur er nauðsyn. Það er ef  vel á  að fara.

En það gerist ekki. Skömmu áður en blásið er til langra hléa á þingstörfum birtast ráðherrarnir með fullar hjólbörur af misvel skrifuðum þingmálum. Þá tekur við undarleg færibandavinna. Án þess að geta kynnt sér málin greiða þingmenn með eða á móti. Margir greiða atkvæði óupplýstir um innihald málanna.“

Sigurjón endar pistilinn á þessum orðum:

„Víst er að ráðherrar, sem og aðrir stjórnmálamenn, geta lært af Guðmundi Þ. Guðmundssyni. Hann lætur ekki leikmennina sitja aðgerðarlausa dögum saman og mætir svo daginn fyrir leik með allt það sem hann hyggst leggja upp. Hann undirbýr sig vel og við sjáum árangurinn.

Við sjáum líka sleifarlagið sem tíðkast í æðstu stjórnsýslu ríkisins. Guðmundur Þ. Guðmundsson er tilvalin fyrirmynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“