fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Jakob: Óttast ekki að verða aflífaður af virkum í athugasemdum

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 8. september 2019 10:15

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kannski er fólk aðallega hrætt við að segja eitthvað og vera í kjölfarið aflífað á netinu, en fyrir mér er það ekkert sérstakt áhyggjuefni,“ segir uppistandarinn Jakob Birgisson.

Jakob er í viðtali í helgarblaði DV en ár er liðið síðan hann flutti sína fyrstu sýningu. Í október mun hann endurtaka leikinn og hann hefur fengið til liðs við sig grínistann Jóhann Alfreð, sem gert hefur garðinn frægan með uppistandshópnum Mið-Íslandi. Jakob er jafnframt yngsti handritshöfundur áramótaskaupsins 2019 og segir það mikil forréttindi að vinna með reynslumiklu fólki.

Hér að neðan birtist brot úr viðtali við Jakob sem finna má í heild sinni í helgarblaði DV:

Mikið hefur verið rætt um hvað megi og hvað megi ekki í uppistandi. Má gera grín að hverju sem er?

„Ég hef aldrei þurft að spá mikið í það hverju má gera grín að og hverju ekki. Ég hef enga línu til að miða við nema mín eigin siðferðismörk sem ég veit svo sem ekkert sjálfur hvar liggja. Það er kannski bara eðlilegt að reyna að teygja einhver mörk og sjá hvað maður fílar sjálfur, kannski þarf maður einhvern tímann að stíga yfir einhverja línu sem ég held að ég hafi nú ekki gert hingað til. En ég lendi lítið í því að hugsa um að ég megi ekki segja eitthvað, því það er hægt að segja allt sem maður vill á sinn hátt og gera grín að öllu, það skiptir bara máli hvernig það er gert og ég hef engar áhyggjur af því. Ef ég vil segja eitthvað þá finn ég leið til þess. Auðvitað grínast maður á alls konar hátt og um ýmislegt en það er svo ofsalega hollt og ég hef upplifað það hvað mér finnst í gegnum grín og myndað mér skoðanir þannig. Einhver umræða hefur verið um að það megi ekkert segja, ég held að það sé ekkert sérstaklega á rökum reist. Kannski er fólk aðallega hrætt við að segja eitthvað og vera í kjölfarið aflífað á netinu, en fyrir mér er það ekkert sérstakt áhyggjuefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu