fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Þau eru meðal keppenda í Allir geta dansað – Samfélagsmiðlastjarna, kokkur, tónlistarfólk og landsliðsmaður

Fókus
Föstudaginn 6. september 2019 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fór fram haustkynning Stöðvar 2 þar sem farið var yfir dagskrá stöðvarinnar í vetur. Sýnt var frá kynningunni í beinni útsendingu á Vísi. Á kynningunni kom fram að Stöð 2 ætlar að hafa íslenska dagskrágerð í fyrirrúmi auk þess sem margir af vinsælustu erlendu þáttum heims verða á dagskrá þar í vetur.

Á kynningunni var það einnig tilkynnt hverjir það verða sem munu keppa í þættinum Allir geta dansað. Í þáttunum eru þjóðþekktir einstaklingar paraðir við fagdansara en síðan keppast danspörin um að komast sem lengst í keppninni.

Kynnarnir í Allir geta dansað í ár verða þau Auðunn Blöndal og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Auddi tekur því við af Evu Laufey Kjaran en hún er á leiðinni til London í kokkaskólann Le Cordon Bleu í haust.

Dómararnir verða þeir sömu og í síðustu keppni en það eru þau Selma Björnsdóttir, Karen Reeve og Jóhann Gunnar Arnarson.

Keppendurnir

Jón Viðar Arnþórsson

Jón Viðar starfaði sem lögreglumaður í hruninu en sneri sér síðan að uppbyggingu bardagafélagsins Mjölnis og gerði það að einu stærsta bardagafélagi Evrópu. Hann byrjaði að æfa karate með Þórshamri árið 1996 og var Íslandsmeistari unglinga fimm ár í röð og í landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort Jón Viðar sé jafn sterkur í dansinum og hann er í bardagalistunum.

Eyfi

Ljósmynd: DV/Hanna

Eyjólfur Kristjánsson, eða Eyfi eins og hann er gjarnan kallaður, var ein skærasta tónlistarstjarna Íslands á níunda og tíunda áratugnum þegar hann lék með Bítlavinafélaginu og söng eftirminnilega fyrir Íslands hönd í Eurovision. Eyfi er mikill tónlistarmaður en kann hann að stíga danssporin ?

Veigar Páll Gunnarsson

Veigar Páll er fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en síðan hefur hann spilað bæði með FH og Víking. Einnig lék hann með Í Noregi með Stabæk sem og með liðunum Strömsgodset og Vålerenga. Veigar var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. Veigar spilar í dag með KFG í 2. deild karla á Íslandi en liðið er þar í fallbaráttu. Nú ætlar Veigar að reyna fyrir sér í dansinum en ætli hann verði jafn góður á dansgólfinu eins og hann er á grasinu?

Haffi Haff

Listamaðurinn Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, er einn keppendanna í næstu seríu af Allir geta dansað. Hann er hvað mest þekktur fyrir tónlistina sína en hann tók þátt í forkeppni Eurovision árið 2010 með laginu The Wiggle Wiggle Song. Þar sýndi hann að hann kann svo sannarlega að stíga danssporin og hann mun að öllum líkindum standa sig með prýði í Allir geta dansað.

Manúela Ósk

Manuela Ósk Harðardóttir

Fyrrverandi fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Manuela Ósk verður meðal keppenda í Allir geta dansað. Hún er framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland en keppnin var haldin núna um síðustu helgi. Manúela kann að stíga sporin þegar kemur að fegurðasamkeppnum en ætli hún sé jafn góð í danssporunum?

Sólveig Eiríksdóttir

Sólveig Eiríksdóttir, sem einnig er þekkt sem Solla og kennd við veitingastaðinn Gló, verður keppandi í Allir geta dansað. Í viðtali við Bylgjuna sagðist Solla hafa verið rekin úr dansi þegar hún var 6 ára fyrir að vera óstýrlát og taktlaus. Það verður fróðlegt að sjá hvort Solla hafi náð að bæta sig í dansinum eftir að hafa verið rekin.

Ólaf­ur Örn Ólafs­son

Ólafur Örn er mat­reiðslu­meist­ari og sjón­varps­maður en hann sá um þættina Kokkaflakk sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans. Í Kokkaflakki heim­sótti Ólafur hann ís­lenska mat­reiðslu­meist­ara sem hafa gert það gott í hinum ýmsu stórborgum.

Regína Ósk

Regína Ósk, Eurovisionfari með meiru, hefur mikla reynslu af því að stíga á svið og sýna listir sínar, reynar meira í söngnum heldur en í dansinum. Hún og Friðrik Ómar mynduðu Eurobandið árið 2008 og voru fulltrúar Íslands í Belgrad í Serbíu með lagið This is My Life. Regína hefur verið að syngja lengi og er fæddur sigurvegari. Hún vann söngkeppnina í félagsmiðstöðinni Árseli tvö ár í röð á unglingsaldri, vann söngkeppni Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1996 og í framhaldinu lenti hún í öðru sæti í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Núna ætlar hún að láta reyna á dansinn, ætli hún nái að vinna þessa keppni líka?

 

Vert er að taka það fram að þetta eru ekki allir keppendurnir sem munu taka þátt en búist er við tilkynningu frá Stöð 2 á næstunni þar sem restin af keppendunum kemur í ljós

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Í gær

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna