fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Talinn hafa selt lyfin sem drógu Mac Miller til dauða

Fókus
Fimmtudaginn 5. september 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og átta ára karlmaður, Cameron James Pettit, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að útvega tónlistarmanninum Mac Miller ópíóðalyf sem talin eru hafa átt þátt í dauða hans.

Mac Miller, sem var þekktur tónlistarmaður og fyrrverandi kærasti Ariönu Grande, lést þann 7. september 2018. Miller var 26 ára en krufning leiddi í ljós að banamein hans var of stór skammtur af fíkniefnum. Í ákærunni kemur fram að Cameron hafi selt honum lyfin tveimur dögum áður en Miller fannst látinn.

Rannsókn hefur leitt í ljós að Miller bað Cameron um að útvega sér oxycodone og önnur fíkniefni. Í stað þess að útvega oxycodone, sem framleitt er af viðurkenndum lyfjaframleiðanda, er Cameron sagður hafa útvegað fölsuð lyf sem innihéldu fentanyl. Krufning leiddi í ljós að Miller hafði neytt fentanýls, kókaíns og áfengis áður en hann lést.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Cameron hafi aðeins verið ákærður fyrir að útvega lyfin, en hann hefur ekki verið ákærður fyrir að eiga þátt í dauða tónlistarmannsins. Meðal rannsóknargagna málsins eru Instagram-skilaboð sem Cameron sendi vini sínum þegar fregnir af dauða Miller spurðust út. Í skilaboðunum sagði hann vini sínum að hann myndi líklega deyja í fangelsi. Þá sagðist hann ætla að reyna að láta sig hverfa og flytja úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Steindi gerir „gay-vampírumynd“: „Ég myndi persónulega ekki vilja að amma mín horfði á þessa mynd”

Steindi gerir „gay-vampírumynd“: „Ég myndi persónulega ekki vilja að amma mín horfði á þessa mynd”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telma stuðlar að grænni kvikmyndagerð: „Ég er vita gagnslaus í heimsenda“

Telma stuðlar að grænni kvikmyndagerð: „Ég er vita gagnslaus í heimsenda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafna gefur ferðamönnum ráð: „Íslenskt veður er óútreiknanlegt“

Hrafna gefur ferðamönnum ráð: „Íslenskt veður er óútreiknanlegt“