fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Tobba og Kalli orðin hjón – Draumabrúðkaup í villu á Ítalíu

Fókus
Föstudaginn 20. september 2019 10:00

Tobba og Kalli á Ítalíu í fyrrasumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Alda Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós, og Karl Sigurðsson, Baggalútur og fyrrverandi borgarfulltrúi, gengu í það heilaga í gærkvöldi. Brúðkaupið fór fram í villu í ítalska smábænum San Severino Marche.

Tobba og Kalli voru umkringd fjölskyldu og vinum er þau játuðust hvort öðru eftir tæplega þriggja ára trúlofun og enn lengra ástarsamband. Athöfnin var einstaklega falleg og eftir hana skemmtu gestir sér fram á rauða nótt.

Hér má sjá Tobbu ásamt vinkonum sínum eftir athöfnina:

https://www.instagram.com/p/B2moSwFAiV9/?igshid=3ojk7qd8mupc

Kalli og Tobba eiga saman tvær dætur, þær Regínu og Ronju Guðbjörg, og tóku þær virkan þátt í gleðinni. Tobba hefur tjáð sig mikið um það í pistlum og á samfélagsmiðlum síðustu vikur að hún hafi breyst í „bridezilla“ við undirbúning brúðkaupsins og haft nóg að gera – eiginlega of mikið. Hún hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með tímanum á Ítalíu áður en hún gekk að eiga Kalla og virðist hafa náð að slaka vel á vikuna áður en stóra stundin rann upp.

https://www.instagram.com/p/B2byfK5gcha/

https://www.instagram.com/p/B2bzQLogyOs/

Fókus óskar Tobbu og Kalli innilega til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“