fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Íslendingarnir í Eurovision – Arnar Jónsson bætist við hópinn

Fókus
Fimmtudaginn 19. september 2019 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir Eurovision-kvikmyndinni með gamanleikaranum Will Ferrell í aðalhlutverki.

Ferrell fer þar með hlutverk Íslendingsins Lars Erickssonar í kvikmyndinni, sem er sögð fjalla um eyðimerkurgöngu Íslands í keppninni sem á að hafa staðið í rúma fjóra áratugi. Rachel McAdams leikur konu Lars, Sigrit, að nafni. og fyrrum Bond-leikarinn Pierce Brosnan leikur föður hans, sem í sögunni er sagður vera myndarlegasti maðurinn á Íslandi.

Tökur hafa farið fram undanfarna mánuði, í London, Tel Aviv og hefur bærinn Húsavík verið nefndur sem einn af tökustöðum. Því kemur það fáum á óvart að fjöldi þekktra Íslenskra leikara kemur fram í myndinni. Áður hefur verið greint frá ýmsum þeirra, en hópurinn hefur farið vaxandi samkvæmt bæði IMDb og öðrum heimildum. Einnig birti umboðsstofan Creative Artists Iceland færslu á Facebook þar sem leikarar voru merktir sem eru á vegum stofunnar.

Þetta eru íslensku leikararnir sem koma fram í myndinni

 

Arnar Jónsson

 

Arnmundur Ernst Björnsson

 

Álfrún Rose

 

Björn Hlynur Haraldsson

 

Björn Stefánsson

 

Bríet Kristjánsdóttir

 

Hannes Óli Ágústsson

 

Hlynur Þorsteinsson

 

Jói Jóhannsson

 

Nína Dögg Filippusdóttir

 

Ólafur Darri Ólafsson

 

Smári Gunn

Það eru risarnir hjá Netflix sem framleiða Eurovision-myndina og er þetta fyrsta samstarfsverkefni grínarans við streymiveituna. Ferrell skrifar handritið að myndinni ásamt Andrew Steele en þeir kumpánar hafa reglulega unnið saman síðan á dögum Ferrells hjá grínþættinum Saturday Night Live. Skrifuðu þeir einnig saman kvikmyndina Casa de mi Padre.
Leikstjórinn David Dobkin situr við stjórvölinn en hann á að baki kvikmyndirnar Wedding Crashers, Fred Klaus og Shanghai Knights, svo dæmi séu nefnd.

Streymiveitan hefur ekki gefið upp nákvæma dagsetningu á Eurovision-myndinni en áður hefur verið gefið upp að hún verði gefin út fyrir jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu