fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. september 2019 12:19

Skjáskot/Instagram @baliflowhouse

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á eyjunni Balí er 370 fermetra glæsilegt stórhýsi sem kallast Flow House. Húsið er í eigu tónlistarmannsins Ólafs Arnalds samkvæmt heimildum DV. Nýlega birtust myndir af húsinu í Hús og Híbýli og kemur fram að íslenskur listamaður á húsið.

Húsið er leigt á AirBnb hluta af árinu og er sagt vera heimili fyrir „listamenn, jógaiðkenndur, brimbrettafólk, fjölskyldufólk og meðvitaða frumkvöðla.“

Húsið er með sína eigin Instagram-síðu og er meðal annars mynd af Ólafi Arnalds sitja og virða fyrir sér útsýnið yfir hrísgrjónaakurinn sem er fyrir framan húsið.

Ólafur Arnalds deildi einnig þessari mynd hér að neðan á Facebook. Á myndinni má sjá tónlistarmann og vin Ólafs, Högna Egilsson, spila á píanó í húsinu.

Það geta sex manns dvalið í húsinu í senn og eru þrjú svefnherbrgi og þrjú og hálft baðherbergi.

Húsið var byggt fyrir listamenn með hljómburð í huga, sem útskýrir einstaka og bogadregna hönnun hússins. Húsið var teiknað af þýska arkitektinum Alex Dornier og lauk framkvæmdum lok árs 2018.

Við húsið eru þrír stórir pallar þar sem gestir geta slakað á, sundlaug og fallegur garður með plöntum og ávöxtum sem þú mátt borða. Öll svefnherbergin eru með sitt eigið baðherbergi og er aðalsvefnherbergið meira að segja með litlum garði með útisturtu. Á efri hæð hússins er stórt rými þar sem þú getur notið þess að horfa falleg sólsetur og sólarupprásir. Það er einnig píanó, stórt borðstofuborð og eldhús með espresso kaffivél. Það er starfsmaður á svæðinu sem sér um þrif, þvott og annað sem gestir óska eftir. Það er einnig öryggisvörður alla tíma sólarhringsins.

Þú getur lesið þér meira til um húsið og leigt það á AirBnb. Tvær nætur fyrir tvo fullorðna eru um 92 þúsund krónur.

Sjáðu fleiri myndir af húsinu hér að neðan.

Rosaleg bygging

Fallegt baðherbergi

Svefnherbergi númer tvö hlýlegt

Fallegt svæði með nuddbekk

Það má sjá fallegar plöntur um allt hús

Góður staður fyrir hugmyndaflugið

Fallegir bogar

Bjart og stórt eldhús

Hrísgrjónaakurinn

Skrifborð með útsýni

Mögnuð hönnun og fallegir stigar

Rýmið á efri hæð

Stórt borðstofuborð fyrir tíu manns

Hér sjáum við aftur einstöku bogadregnu hönnunina sem einkennir húsið

Útsýni yfir hrísgrjónaakrinum fyrir framan bygginguna

Gott að slaka á í sundlauginni

Hversu kósý

Rýmið á annarri hæð

Þú getur skoðað fleiri myndir af húsinu í Hús og Híbýli, á AirBnb og Instagram-síðu Flow House.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“