fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Marglytturnar eru lagðar af stað yfir Ermarsundið

Fókus
Þriðjudaginn 10. september 2019 09:30

Marglytturnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta sundkonan í Marglyttuhópnum, Sigurlaug María Jónsdóttir, lagðist til sunds frá Dover rétt í þessu, eða klukkan hálf sjö á enskum tíma og náði hópurinn þannig að nýta síðasta tækifærið sitt til að synda yfir Ermarsundið. Framundan er boðsund í 34 km til Cap Gris Nez í Frakklandi sem er ein helsta siglinga- og flutningaleið í Evrópu. Veður og vindar eru loks hagstæð fyrir sund yfir Ermarsundið. Marglytturnar hafa beðið í sex daga eftir hagstæðum skilyrðum til að leggjast til sunds en auk veðurs þurfa sjávarföll, vindar, ölduhæð og straumar að vera hagstæð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þrátt fyrir góð veðurskilyrði þá er vegalengdin sem synt er oft lengri sökum strauma en áætlað er að sundið muni taka Marglytturnar sex um 16-18 tíma. Hver og ein Marglytta mun synda tvisvar til þrisvar sinnum í fyrirfram ákveðinni röð. Markmið Marglyttanna með sundinu er að vekja athygli á þeirri alvarlegu umhverfisvá sem felst í plastmengun í hafinu. Á sjósundsæfingum sínum í Dover hafa Marglytturnar fengið að bragða á sjónum og er hann vægast sagt mikið mengaður. Það verður mikil þrekraun fyrir sundkonurnar að synda í gegnum þá olíuflekki sem er að finna í Ermarsundinu auk sjávardýra líkt og marglytta.

Fiskibáturinn Rowena fylgir Marglyttunum eftir alla leið til Frakklands og sinnir jafnframt eftirliti með skiptingum sundkvennanna. Boðsundið þarf að fylgja settum reglum til þess að verða staðfest sem fullgilt sund af the English Channel Association.

„Við erum fullar tilhökkunar eftir viku bið og veðurglugginn sem við fáum er frábær. Það verður gaman að byrja snemma morguns og synda í birtu langleiðina yfir Ermarsundið, upplifunin verður betri og notalegri en að synda að nóttu í myrkri, þó  að við hefðum alveg tilbúnar í það líka. Skipstjórarnir okkar eru þaulvanir sjómenn sem þekkja Ermarsundið vel og við treystum þeim fullkomlega. Það hefur verið yndislegt og hvetjandi að fá allar þessar góðu kveðjur sem okkur hafa borist til Dover undanfarna viku. Við erum auðmjúkar, þakklátar, stoltar og tilbúnar í þessa áskorun,“ segir Sigurlaug María Jónsdóttir sem verður fyrsta sundkonan í Marglyttuhópnum til að leggjast til sunds.

„Sund yfir Ermarsundið eru búið að vera í undirbúningi hjá Marglyttum í tvö ár. Það þarf allt að ganga upp til að fá hentugan veðurglugga til að synda. Við vorum undir það búnar að synda í öllum aðstæðum, búnar að æfa okkur í öldugangi, kulda, myrkri og með marglyttum. Það hefur alveg verið biðtímans virði að komast út á þessum síðasta degi sem sundrétturinn okkur varir. Ég er viss um að þetta verður einstök upplifun að fá að synda saman í dagsbirtu á þessum fallega degi. Biðin hefur þjappað hópnum enn frekar saman og við erum sannarlega tilbúnar. Vonandi verðum við einu marglytturnar í Ermarsundinu,“ segir Birna Bragadóttir í Marglyttuhópnum.

Marglyttur hvetja landsmenn, einstaklinga sem og fyrirtæki,  að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið, þannig að hægt verði að safna fjárhæð sem getur skipt máli fyrir Bláa herinn. Eimskip er aðalstyrktaraðili Marglytta og vegna myndarlegrar aðkomu fyrirtækisins renna öll áheit óskipt til Bláa hersins.

Hægt er að styðja Marglyttur í AUR appinu í síma 7889966 og með því að leggja inn á reikning 0537-14-650972, kt. 250766-5219 (í nafni Grétu Ingþórsdóttur). Allar upplýsingar um boðsundið eru á Facebook-síðu Marglytta.

Marglyttur eru sundkonurnar Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir (Ermarsundskona), Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir, auk skipuleggjendanna Grétu Ingþórsdóttur og Soffíu Sigurgeirsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ
Fókus
Fyrir 6 dögum

Grínið getur reynst algjört böl

Grínið getur reynst algjört böl
Fókus
Fyrir 6 dögum

Furðulegt tæki sem finnur síma, veski og úr: „Gallinn er að það er á gráu svæði“

Furðulegt tæki sem finnur síma, veski og úr: „Gallinn er að það er á gráu svæði“