fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Iðunn Björk sökk á botn fíkniefnaneyslu í kjölfar krabbameinsmeðferðar

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 31. ágúst 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára gömul greindist Iðunn Björk Ragnarsdóttir með eitlakrabbamein. Hófst barátta hennar upp á líf og dauða þann dag. Rúmu ári síðar hafði Iðunn betur gagnvart krabbameininu en fljótlega tóku önnur veikindi við og áður en langt um leið hafði Iðunn sokkið á botn fíkniefnaneyslu og sá enga undankomuleið.

„Það voru 75 prósent líkur á að læknast og fór ég í gegnum hefðbundna krabbameinsmeðferð. Missti allt hárið, fór á stera og fékk svokallað „moonface“. Ég þurfti svo að fara í gegnum heilmikla lyfjameðferð og í kjölfarið geislameðferð, aðeins sextán ára gömul. Ég læknaðist af krabbameininu eftir þetta allt saman, en eftir að meðferðinni lauk fékk ég enga fræðslu um framhaldið. Hvorki ég né fjölskyldan mín áttaði sig á að ég væri ekki búin að ná fullri heilsu. Hugmyndin í hausnum á mér var sú að ég myndi klára þessa krabbameinsmeðferð og halda svo áfram með líf mitt. Á haustönn árið 2011 byrjaði ég því í skóla og hljóp í raun beint á vegg.“

Fékk þráhyggju fyrir kókaíni

Frá því að Iðunn kláraði krabbameinsmeðferðina sautján ára gömul gekk líf hennar illa og eyddi hún meira og minna öllum dögum sofandi. Þegar hún var orðin tvítug var vanlíðan hennar orðin gífurleg og hún fór fljótlega að misnota áfengi til þess að deyfa hana.

„Ég gat ekki sinnt neinu, gat ekki sinnt sjálfri mér né vinum mínum og ég glímdi við miklar geðsveiflur. Ég var alltaf að halda í vonina um að ég gæti haldið áfram, að ég gæti komist af stað. Ég upplifði mikla sorg og reiði af því að ég var þarna, búin að læknast af krabbameini, búin að horfast í augu við dauðann og ég átti að vera alveg ótrúlega glöð, lifa lífinu. En ég var ekki glöð og þess vegna var ég svo reið. Á þessum tímapunkti heyrði ég í fyrsta skiptið um endurhæfingu.“

Iðunn hafði aldrei vitað hvað endurhæfing snerist um, eða að slíkt fyrirbæri væri til. Hún fékk leyfi til þess að mæta til sálfræðings í mat en þegar loksins kom að tímanum var það orðið of seint.

„Ég drakk rosalega mikið og eitt skiptið endaði ég í partíi þar sem verið var að taka kókaín. Ég sat bara þarna og horfði á þetta efni og fór að verða forvitin. Mér var boðið að fá mér og fyrst hugaði ég með mér að ég ætti að sleppa því, en ég ákvað svo að prófa. Mér fannst þetta geðveikt. Það var eins og himnarnir hefðu opnast. Þetta var öðruvísi og þetta var frábært. Í heila viku eftir þetta þá var ég með þráhyggju. Ég vissi að helgina eftir þá þyrfti ég að redda mér meiru. Ég bara ætlaði.“

Viðtalið við Iðunni má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Páll eltir Beckham: „Ég held að hann hafi aldrei verið flottari“

Björgvin Páll eltir Beckham: „Ég held að hann hafi aldrei verið flottari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra Júlía nakin í París

Dóra Júlía nakin í París
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reykjarvíkurdóttur misbýður orðræðan: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausa og niðurlægða“

Reykjarvíkurdóttur misbýður orðræðan: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausa og niðurlægða“