Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Ingibjörg Egils deilir ótrúlegri sögu af ömmu sinni – Fegurðarsamkeppnin breytti öllu fyrir einstæða móður

Fókus
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Egilsdóttir, fyrirsæta og fyrrverandi fegurðardrottning, deildi nýverið magnaðri sögu af ömmu sinni í „story“ á Instagram og gaf DV góðfúslegt leyfi til að endurbirta frásögnina.

Ingibjörg í fegurðarsamkeppni.

„Árið er 1959. Esther Garðarsdóttir, móðuramma mín er 24 ára, einstæð móðir á Fáskrúðsfirði sem á þann draum heitast að komast í ljósmæðranám. Námið kostaði meira en hún hafði efni á,“ hefst saga Ingibjargar af ömmu sinni. „Hún frétti af keppni. Fegurðarsamkeppninni Ungfrú Reykjavík sem haldin var fyrir sunnan. Í verðlaun fyrir þá sem bæri sigur úr býtum var: Ferð til útlanda með Úrval Útsýn. Amma var klár, dugleg og mikill töffari. Hún sá tækifæri á þátttöku sinni og skref í átt að sínum draumi um að verða ljósmóðir.“

Esther og Ingibjörg á góðri stundu. Mynd: Skjáskot/Instagram

Eins og Ingibjörg greinir frá ákvað Esther amma hennar að stökkva á þetta tækifæri – hún var nefnilega með plan.

„Amma kom mömmu fyrir í fóstri hjá móður sinni, langömmu minni Guðbjörgu Erlín, og hélt suður til Reykjavíkur til að skrá sig til þátttöku í keppninni. Amma vann keppnina! Amma samdi um að fá heldur peninginn í staðinn fyrir ferðina út með Úrval Útsýn og það gekk eftir. Núna átti hún fyrir Ljósmæðraskólanum. Hún skráir sig í nám við Ljósmæðraskóla Íslands, kláraði það nám og upplifði draum sinn um að fá og að starfa sem ljósmóðir!“

Esther sigraði í keppninni. Mynd: Skjáskot/Instagram

Þess má geta að Esther lést í nóvember árið 2017 og voru þær Ingibjörg afar nánar. Leggur Ingibjörg mikið upp úr því að halda sögu ömmu sinnar á lofti, enda var hún mikil kjarnakona.

Unnu fegurðarsamkeppni tvíbura

Ingibjörg deildi einnig sögu af frændum sínum, sem hefur minna farið fyrir.

„Árið er 1967. Föðurfjölskyldan er búsett í Bandaríkjunum. Fegurðarsamkeppni tvíbura var haldin í Harrisburg, Pennsylvania, USA. Í verðlaun var vegleg peningaupphæð og birgðir af Hershey‘s súkkulaði. Tvíburabræður pabba, Eiríkur og Leifur Ragnarssynir, eru meðal þátttakenda. Þeir eru þá 2 ára gamlir. Þeir unnu keppnina!“ skrifar Ingibjörg og heldur áfram. „Árið er 1968. Tvíburarnir Eiríkur og Leifur Ragnarssynir vinna aftur fegurðarsamkeppni tvíbura! 3 ára dúllutöffarar.“

Tvíburarnir í fjölmiðlum. Mynd: Skjáskot/Instagram

Það er því mikil hefð fyrir fegurðarsamkeppnum í ætt Ingibjargar. Hún sjálf var í öðru sæti í keppninni Ungfrú Ísland árið 2008 og fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú heimur árið 2009. Næstkomandi laugardag keppir systir hennar, Hugrún Birta Egilsdóttir, í Miss Universe Iceland sem haldin verður í Hljómahöllinni í Keflavík, en Hugrún Birta tók einnig þátt í Ungfrú Ísland árið 2015.

Systurnar Ingibjörg og Hugrún Birta.

Sjá einnig: Fegurð Egilsdætra vekur heimsathygli: „Tíu árum síðar er komið að litlu systur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“

Daði slær í gegn hjá breskum stjörnum: „Aflýsið Eurovision“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birtir myndir af sér fáklæddri úr Íslandsferðinni

Birtir myndir af sér fáklæddri úr Íslandsferðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

„Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra