fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 09:55

Stefán var giftur Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona minnist þess á Facebook að ár sé liðið síðan eiginmaður hennar, Stefán Karl Stefánsson, lést. Hún segir að sá dagur líði ekki þar sem hún hugsi ekki til hans.

„Í dag er liðið ár frá andláti Stefáns Karls. Sá dagur var okkur öllum erfiður en þó fylgdi honum líka einhver lausn því ekkert okkar vildi að Stefán myndi þjást frekar. Dauðinn er óútreiknanleg skepna. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til elsku Stefáns og þannig er farið með marga í fjölskyldunni. Í minningunni lifir hann með okkur. Margs góðs er að minnast,“ skrifar Steinunn Ólína.

Hún segir að börn þeirra standi sig vel þrátt fyrir sorgina. „Börnin okkar standa furðu styrkum fótum, fyrir það er ég afar þakklát þótt ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn. Ekkert læknar slíkt að fullu, ekki einu sinni tíminn sem allt á að lækna. Við erum öll breyttar manneskjur og lítum lífið öðrum augum en áður. Í dag er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hafa verið fjölskyldunni nálægir með einum eða öðrum hætti síðastliðið ár,“ skrifar Steinunn Ólína.

Hún segir að lokum að það eina sem skipti máli í lífinu sé að elska. „Án samvistar við annað fólk væri lífið harla lítils virði. Maður getur ekkert einn. Manni eru hinsvegar allir vegir færir ef manni auðnast í erfiðum aðstæðum að þiggja umhyggju og aðstoð annarra. Það hefur verið stærsta persónulega lexían. Ég endurtek það sem ég hef áður sagt: Að elska og vera elskaður er það eina sem skiptir máli. Allt annað er drasl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni: Jógapartí í Hörpu

Mættu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni: Jógapartí í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steindi Jr. þarf þína hjálp til að hjálpa Hirti – „Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“

Steindi Jr. þarf þína hjálp til að hjálpa Hirti – „Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir því að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt í Miss Universe Iceland

Ástæðan fyrir því að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sveinn Andri biðst afsökunar á rasískum búningi

Sveinn Andri biðst afsökunar á rasískum búningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haturssíða stofnuð í nafni dóttur Guðmundu: „Hjartað mitt er gjörsamlega í molum”

Haturssíða stofnuð í nafni dóttur Guðmundu: „Hjartað mitt er gjörsamlega í molum”