fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Fókus

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 19. ágúst 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn næstkomandi munu margir leggja leið sína til Reykjavíkur til þess að hlaupa eða hvetja hlaupara sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Rúmar 65 milljónir hafa þegar safnast með áheitum og fer talan ört hækkandi þessa síðustu daga fyrir hlaup. Hver hlaupari eða hlaupahópur velur hvaða málefni þeir kjósa að leggja lið og er hlaupið því mikilvægur liður fyrir mörg félög eða einstaklinga.

Guðmundur ásamt konu sinni Jónu Brynju og syni þeirra Birki Helga

Guðmundur Óskar Helgason lögreglumaður býr á Akureyri ásamt konu sinni, Jónu Brynju Birkisdóttur og saman eiga þau soninn Birki Helga sem er þriggja ára gamall. Guðmundur stefnir á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skiptið í ár og hleypur hann 21 kílómetra fyrir MND félagið.

Að geta hreyft sig eru forréttindi

„Ég varð fyrir meiðslum í baki í fyrra sem varð til þess að ég fór aðeins að endurskoða hvernig ég hreyfi mig og af hverju. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að geta hreyft sig og það eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér,“ segir Guðmundur sem kennir MGT við World Class á Akureyri á milli vakta í lögreglunni.

Sjálfur er Guðmundur ekki beint tengdur MND félaginu en þekkir hann einstaklinga sem hafa þurft á því að halda.

„Í fyrra var hlaupahópurinn „Hlaupum fyrir Ágúst“ sem hljóp fyrir Ágúst Guðmundsson körfuboltaþjálfara og hugsaði ég fyrst þangað þegar ég skráði mig. Guðrún Gísladóttir konan hans er stöðvarstjóri hjá World Class og þaðan kemur tengingin. Það er ekki auðvelt að takast á við sjúkdóm sem þennan og eins og ég segi þá snertir þessi sjúkdómur mig á einhvern hátt. Mér finnst ótrúlegt að fylgjast með fólki berjast við þennan sjúkdóm.“

Guðmundur er duglegur að hreyfa sig en er ekki vanur hlaupari

Sjúkdómurinn leiðir til algerrar lömunar

Samkvæmt heimasíðu MND félagsins er MND eða Motor Nourone Disease er banvænn sjúkdómur sem ágerist verulega hratt og herjar hann á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Ekki er vitað um orsök sjúkdómsins en af honum leiðir máttleysi og lömun í handleggjum, fótleggjum, munni hálsi o.s.frv.. Að lokum er um algera lömun að ræða en vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður. Líftími sjúklinga er talinn vera 1-6 ár en sumir lifa lengur. Á Íslandi eru á hverjum tíma um 15-20 manns með MND.

„Í byrjun þessa árs ákvað ég að ögra sjálfum mér í hverjum mánuði. Ég tók til dæmis koffínlausan mánuð, prófaði ketó í einn mánuð og fleira. Ein af þessum áskorunum var að skrá mig í Reykjavíkurmaraþonið og hlaupa vegalengd sem ég hef aldrei hlaupið áður og skráði ég mig því í 21 kílómetra.“

Hver króna skiptir máli

Stefna Guðmundar er að safna 250.000 krónum og hefur hann nú þegar náð að safna 107.000 krónum. Guðmundur segist ekki vera mikill hlaupari og hóf hann því undirbúning fyrir hlaupið í mars á þessu ári.

„Ég get ekki sagt að ég sé mikill hlaupari og verður þetta því blanda af hörku og skynsemi. Markmiðið er að hlaupa undir tveimur tímum og ég hlakka mikil til þess að hlaupa. Ég er búin að vera að hvetja þá sem eru í þjálfun hjá mér og aðra að skrá sig í hlaupið með mér. Ég hef verið að fylgja flottu hlaupaprógrammi frá Arnari Péturssyni en áður en sá undirbúningur hófst hafði ég lengst hlaupið 10 kílómetra.“

Guðmundur hvetur sem flesta til þess að taka þátt í hlaupinu og einnig til þess að heita á hlauparana.

„Hver króna skiptir máli og er hvetjandi fyrir okkur hlauparana. Það er ekki neitt eitt rétt félag til þess að styrkja,“ segir hann að lokum.

Hægt er að heita á Guðmund með því að ýta hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvað Kylie Jenner geymir í handtöskunni sinni

Sjáðu hvað Kylie Jenner geymir í handtöskunni sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag

Sagði upp á KFC og þénar nú um tvær milljón krónur á mánuði – Vinnur einn tíma á dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ástæðan fyrir því að foreldrar telja 15 ára son sinn vera barnaníðing

Ástæðan fyrir því að foreldrar telja 15 ára son sinn vera barnaníðing
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“

„Kynlífið var frábært þegar eiginkona mín var vændiskona – en hún hefur ekki lengur áhuga“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndbandið: Sigga Dögg fór í brasilískt vax í beinni

Sjáðu myndbandið: Sigga Dögg fór í brasilískt vax í beinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nú má Netflix vara sig – Disney plús komið til Íslands

Nú má Netflix vara sig – Disney plús komið til Íslands