fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Þau sjá um Áramótaskaupið í ár

Fókus
Mánudaginn 12. ágúst 2019 13:31

Hópurinn sem kemur að skaupinu í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ár mun fjölbreyttur hópur skrifa og stýra Áramótaskaupinu. Um er að ræða blöndu af reynsluboltum, sem hafa áður komið að gerð Áramótaskaupa, og nýliða.  Þetta eru þau Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Dóra Jóhannsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Meistari Jakob Birgisson, Reynir Lyngdal, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson.

Tónlistin í Skaupinu verður í umsjá Árna plús einn úr FMBelfast og tónlistarmannsins Prins Pólós. Framleiðsla verður í höndum Republik og leikstjóri verður Reynir Lyngdal.

Dóra mun leiða handritsvinnuna, rétt eins hún gerði fyrir Skaupið 2017. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif.

Þorsteinn er af öðrum ólöstuðum reynsluboltinn í hópnum, var eins og kunnugt er hluti af Fóstbræðra-hópnum goðsagnarkennda og hefur tekið þátt í fjölda Skaupa. Sævar er hluti af Ljótu hálfvitunum og hefur tekið þátt í að skrifa og gera hvorki fleiri né færri en fjögur Skaup til þessa, frá árunum 2009-2012.

Skopmyndateiknarinn Hugleikur var í skrifarateymi fyrir Skaupin 2006 og 2008 og bjó til þáttaraðirnar Hulli ásamt Sigurjóni Kjartanssyni sem sýnd var á RÚV.

Lóa Björk, sem einnig er skopmyndateiknari og þar að auki söngkona FM Belfast, var meðhöfundur Skaupsins 2014 og kom einnig að gerð Skaupsins 2008.

Til móts við þessa reynslubolta hefur teymið að geyma tvo nýgræðinga, þau Völu Kristínu, sem er hluti af gríntvíeykinu Þær tvær sem eru aðalhöfundar þáttaraðanna Venjulegt fólk, og Meistari Jakob, sem er sviðsnafn uppistandarans Jakobs Birgissonar.

Reynir hefur komið víða við á ferlinum, leikstýrt kvikmyndum sjónvarpsþáttaröðum og hefur einu sinni áður stýrt Skaupi – sjálfu Skaupinu sem framleitt var og sýnt á því herrans ári 2008. Reynir segist afar ánægður með að fá að stýra þessum flotta hópi.

„Skrifin í ár eru í höndum mjög skemmtilegs og fjölbreytts hóps. Það var útgangspunkturinn að hafa fólk úr örlítið ólíkum áttum sem spannar nokkrar kynslóðir í góðu gríni,“

segir Reynir og bætir við að honum lítist vel á árið það sem af er.

„Þar er af nægu að taka og árið rétt ríflega hálfnað.“

Reynir segist auðvitað finna fyrir pressunni sem fylgir því að gera Áramótaskaupið, vinsælasta sjónvarpsþátt ársins á Íslandi, sem allir hafi skoðun á.

„En þetta er líka mjög skemmtileg vinna, eiginlega forréttindi að fá að vinna með landsliði grínara að því að skoða árið í gegnum grín,“ segir Reynir.

Og hvernig verður skaupið, verður það til dæmis pólitískt? 

„Einhver sagði að allt væri pólitík svo svarið er líklegast já. En á sama tíma langar okkur að vinna grínið út frá upplifun fólksins í landinu á atburðum ársins. Fólk á að geta tengt við skaupið, hlegið saman að okkur sem þjóð. Það verður einhver söngur og pottþétt einhver dans,“ segir Reynir.

Tökur á Skaupinu hefjast um miðjan nóvember en eins og allir vita verður það svo sýnt á Gamlárskvöld á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“