fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Fimm staðir á Íslandi til að heimsækja sem Hollywood gerði fræga

Fókus
Sunnudaginn 14. júlí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur verið vinsæll viðkomustaður heimsfrægra kvikmyndagerðarmanna. Í tilefni frétta að sjálfur George Clooney sé væntanlegur í tökur á Íslandi ákváðum við að rifja upp fimm staði sem Hollywood hefur gert heimsfræga.

Kirkjufell

Kirkjufell við Grundarfjörð spilaði stóra rullu í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og var talað um það sem fjallið sem líktist örvaroddi. Fjallið varð í kjölfarið eitt frægasta fjall landsins og leggja margir leið sína á Snæfellsnes til þess eins að berja það augum.

Grjótagjá

Annar staður sem varð gríðarvinsæll eftir að Game of Thrones fór í sýningar, nánar til tekið fimmti þáttur í þriðju þáttaröð, var Grjótagjá við Mývatn. Aðalsöguhetjan Jon Snow naut þar ásta með Yrgitte en í fyrra komst hellirinn í fréttir vegna slæmrar umgengni gesta.

Seyðisfjarðarvegur

Eitt fallegasta atriðið í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem var að stórum hluta tekin upp á Íslandi, var þegar að Walter Mitty, leikinn af Ben Stiller, renndi sér á langbretti niður Seyðisfjarðarveg á Austurlandi.

Reyðarfjörður

Önnur perla á Austurlandi er Reyðarfjörður en það var breska spennuþáttaröðin Fortitude sem kom bænum á kortið. Fortitude var tekin upp bæði á Reyðarfirði og á Bretlandi og náði að endurspegla þá drungalegu náttúrufegurð sem er að finna víðs vegar um Ísland.

Svínafellsjökull

Skærasta stjarnan er þó óumdeilanlega Svínafellsjökull í vestanverðum Vatnajökli sem hefur veitt mörgum listamanninum innblástur. Meðal kvikmynda sem hafa verið teknar þar upp eru Batman Begins og Interstellar, en einnig mátti sjá jöklinum bregða fyrir í Game of Thrones.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk auglýsing vekur athygli: „Þetta drap eitthvað inn í mér“

Íslensk auglýsing vekur athygli: „Þetta drap eitthvað inn í mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritdómur um Tími til að tengja: Köflóttar jólasögur

Ritdómur um Tími til að tengja: Köflóttar jólasögur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spurning vikunnar: Hver er besta bók sem þú hefur lesið?

Spurning vikunnar: Hver er besta bók sem þú hefur lesið?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Steindi segir frá hinum fullkomna símahrekk: „Fólki finnst þetta náttúrulega bara geggjað“

Steindi segir frá hinum fullkomna símahrekk: „Fólki finnst þetta náttúrulega bara geggjað“