fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Ólafur F. Magnússon og Guðlaug Dröfn gefa út þjóðhátíðarlag: Er þetta besta þjóðhátíðarlagið í ár?

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur F. Magnússon, tónlistarmaður, læknir og fyrrverandi borgarstjóri er kominn á ról í tónlistinni en hann sendi frá sér nýtt þjóðhátíðarlag í dag.

Í laginu fer Ólafur nýjar slóðir á tónlistarferlinum sínum þar sem hann syngur ekki lagið sitt sjálfur. Það er hún Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sem ljær laginu unaðslega rödd sína. Lagið er samið af Ólafi og Vilhjálmi Guðjónssyni en ljóðið er samið af Magnúsi Jónssyni á Sólvangi, langafa Ólafs.

Ljóðið birtist í vikublaðinu Víði sem Magnús gaf út í Vestmannaeyjum þann 7. ágúst 1941. Magnús hefur yrt mikið um eyjarnar en hann samdi Þjóðhátíðarljíð Vestmannaeyja árið 1932 sem heitir Heimaey.

Ólafur gerði einnig lag við það og söng það á Goslokahátíð 2017 á sameiginlegum tónleikum með Gunnari Þórðarsyni í Landakirkju. 

„Það eru ótrúleg forréttindi fyrir mig að hafa eignast vináttu mesta poptónlistarmanns landsins frá árinu 2013 og gert lög með honum og tónmeistara mínum Vilhjálmi Guðjónssyni“

Það er gaman að segja frá því að Guðlaug, söngkona nýja lagsins, tengist einmitt Magnúsi á Sólvangi því hún ólst upp í húsinu sem Magnús reisti á Sólvangi. Guðlaug er frá Selfossi og er dóttir tónlistargoðsins Ólafs Þórarinssonar frá Glóru en hann er oft betur þekktur sem Labbi í Mánum.

Myndbandið við nýja lagið er afar flott en þar má sjá ákaflega fallegar svipmyndir frá eyjum á bakvið Guðlaugu sem syngur lagið. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið ásamt ljóðinu í heild sinni.

 

Hér er lífið svo hlýtt.

Ó, hve landið er frítt,

er hið litauðga skraut,

sem við auganu hlær,

faðmar ljósríkust sól

eins um lautu og hól,

og er líður um byggðina

kyrrlátur blær.

 

Nú er glatt inni í Dal.

Það er glymur í sal,

því að gulllúður þeytir 

í hamrinum dís.

Það er fagurt að sjá,

eins og fagni hvert strá,

þegar fuglinn með söngvum 

úr berginu rís.

 

Ofan háfjallsins brún

niður hlíðar og tún

upp um hamrana bröttu

í fuglanna ból,

yfir hraun yfir bæ,

út um hyldjúpan sæ

líður himneskur ylur 

frá geislandi sól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda