fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu

Fókus
Föstudaginn 14. júní 2019 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amelia Bamban, 33 ára tveggja barna móðir, ákvað að skilja við eiginmann sinn ekki alls fyrir löngu eftir ellefu ára hjónaband. Amelia er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu og segist aldrei hafa verið hamingjusamari.

Umræða um mismunandi hjúskaparform hefur verið nokkuð fyrirferðamikil undanfarin misseri, enda virðist fólk almennt hafa frjálslyndari viðhorf í dag en oft áður. Amelia og makar hennar þrír eru það sem kallað er fjölkærir eða fjölelskandi (e. polyamory).

Aldrei hamingjusamari

„Ég, kærastarnir mínir tveir og kærastan mín höfum aldrei verið hamingjusamari,“ segir Amelia sem búsett er í Oregon í Bandaríkjunum. „Okkur er alveg sama hvað samfélagið segir, við erum ástfangin og elskum hvert annað.“

Í umfjöllun Mirror kemur fram að í júní 2016 hafi Amelia og þáverandi maðurinn hennar ákveðið að prófa að „krydda hjónabandið“ og vera með öðru fólki. Í kjölfarið kynntist hún Billy Talbert, 42 ára karlmanni, á Tinder. Þau fóru á stefnumót saman, með leyfi eiginmanns hennar, en eftir það var ekki aftur snúið.

„Ég varð ástfangin um leið,“ segir hún og bætir við að í kjölfarið hafi hún og eiginmaður hennar skilið. „En sem betur fer erum við enn góðir vinir og sinnum uppeldi barna okkar til jafns.“

Gagnkvæm hrifning

Í ágúst 2017 kynntist hún Laurel Wood, 35 ára konu, sem hún varð strax hrifin af. Hrifningin var gagnkvæm og urðu Amelia, Billy og Laurel góðir vinur. „Við þrjú urðum fljótt mjög náin og deildum rúmi saman,“ segir hún og bætir við að þetta fyrirkomulag, þau þrjú saman í ástarsambandi, hafi varað þar til í mars 2018, að Laurel kynntist Jeremy Lankenau, 35 ára karlmanni.

„Til að byrja með var ég afbrýðisöm og ekki beint sátt við að Laurel væri komin með nýjan kærasta. Þau voru mikið saman og mér fannst ég vera út undan,“ segir Amelia.

Fordómar enn til staðar

En eftir því sem tíminn leið breyttust hlutirnir og nú er svo komið að þau fjögur eru öll í sambandi. Þau deila rúmi saman og stunda kynlíf en Amelia tekur þó fram að Billy og Jeremy séu gagnkynhneigðir og þeir skiptist á að vera með henni og Laurel.

„Mér finnst ekkert óeðlilegt að vera í sambandi með þremur einstaklingum. Ég elska þau öll og það er dásamleg tilfinning,“ segir Amelia sem bætir við að fordómar í garð þeirra sem eru fjölkærir séu enn til staðar.

„Það er stundum horft á okkur en það er allt í lagi. Við erum vön því. Fólk sem dæmir okkur þarf að átta sig á að við erum einstaklingar og höfum rétt á að lifa okkar lífi þannig að okkur líði sem best.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar