fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Tara Margrét: „Ég held í alvöru að við værum miklu heilbrigðari ef það væru ekki til fitufordómar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 10. júní 2019 21:00

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Erna Kristín Stefánsdóttir eru gestir Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Í þættinum ræða þær um líkamsvirðingu og fitufordóma.

Tara Margrét er líklegast kunnug flestum landsmönnum. Hún er stjórnarmeðlimur Samtaka um líkamsvirðingu og er ófeimin að standa upp og berjast fyrir því að allir líkamar fái þá virðingu sem þeir eiga skilið.

Erna Kristín, eða Ernuland eins og hún er betur þekkt, er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. Hún er ötull talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og skrifaði bókina Fullkomlega ófullkomin.

Þær eru spurðar hvort að feit/feitur sé neikætt orð eða lýsingarorð sem má nota.

„Fólk dansar svo í kringum þetta orð. Enginn þorir að segja það því það er svo neikvætt. Það á ekki að vera neikvætt,“ segir Erna Kristín.

„Orðið feitt eins og við þekkjum það í dag, það hefur þróast síðustu áratugi, og það þýðir að ef þú kallar einhvern feitan ertu að kalla hann latan og gráðugan og allt bara svo miklu meira en bara feitan,“ segir Tara Margrét.

„Þannig þú ert að lýsa hans innri manni. Ég nota þetta orð fyrir sjálfa mig og er ekkert hrædd við það,“ segir Tara Margrét og heldur áfram:

„Maður finnur stundum ef maður er að segja þetta við einhvern sem maður þekkir ekkert rosalega vel, [verður fólk frekar hissa], og ég fylgi því eftir að það sé í lagi og feit fyrir mér er bara lýsingarorð. Mér finnst það bara ótrúlega frelsandi og valdeflandi að geta kallað sjálfa mig feita. Ég er feit,“ segir Tara Margrét.

Tara Margrét, Guðrún Ósk og Erna Kristín ræða um líkamsvirðingu og fitufordóma í Föstudagsþættinum Fókus.

Af hverju þarf að berjast fyrir líkamsvirðingu?

„Þetta er mannréttindabarátta. Af hverju þarf að berjast fyrir mannréttindum. Af því að allir eiga sitt tilkall til mannréttinda,“ segir Tara Margrét og bætir við:

 „Þetta er líka risastórt lýðheilsuvandamál. Ég vill meina það að þetta sé miklu stærra vandamál en nokkurn tímann fylgikvillar offitu eins og við köllum þá. Vegna þess að þetta er miklu flóknara dæmi. Neikvæð líkamsímynd hefur náttúrlega sín áhrif, við sjáum það í hvert einasta skipti sem við förum í megrun að það hefur slæm áhrif á líkamann, bæði andlega og líkamlega. Þannig að þegar við horfum á þessa fylgikvilla þá þurfum við að velta því fyrir okkur, af hverju eru þeir tilkomnir er það vegna þess að feitasta fólkið er fólkið sem hefur farið í oftast í megrun, flest átökin þar sem það beitir mjög óheilbrigðum þyngdarstjórnunaraðferðum. Það er mjög streitandi að verða fyrir mismunum og verða jaðarsettur. Það hefur bein áhrif bar aá blóðþrýsting og til dæmis eykur líkur á sykursýki tvö. Þannig hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Ég held í alvöru að við værum miklu heilbrigðari ef það væru ekki til fitufordómar.“

Horfðu á allan þáttin hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart