fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Stóra stundin runnin upp í Eurovision – Þetta eru flytjendurnir sem keppa í kvöld

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2019 18:00

Spennan er rafmögnuð. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er aðeins klukkutími þar til úrslit Eurovision hefjast og ríkir mikil spenna meðal landsmanna. BDSM-tæki, -tól og -fatnaður er nánast uppseldur á landinu og flestir hafa tröllatrú á því að framlag Íslands, Hatrið mun sigra, eigi raunverulegan möguleika á að fara með sigur af hólmi í þessum stærsta sjónvarpsþætti heims.

Eins og staðan er núna er Hollendingnum Duncan Laurence enn spáð sigri, hin ástralska Kate Miller-Heidke er í öðru sæti og Svisslendingurinn Luca vermir þriðja sætið, ef marka má veðbankaspár.

Það er hins vegar ljóst að allt getur gerst þegar að beina útsendingin hefst klukkan 19 á RÚV og á YouTube-síðu Eurovision-keppninnar og margir flytjendur sem gætu stolið sigrinum, til dæmis John Lundvik frá Svíþjóð, Sergey Lazarev frá Rússland, okkar eigin Hatarar og Ítalinn Mahmood.

Hér fyrir neðan eru öll lögin sem keppa í kvöld, í þeirri röð sem þau hljóma á sviðinu:

1. Malta – Michela með lagið Chameleon

2. Albanía – Jonida Maliqi með lagið Ktheju tokës

3. Tékkland – Lake Malawi með lagið Friend of a Friend

4. Þýskaland – S!sters með lagið Sister

5. Rússland – Sergey Lazarev með lagið Scream

6. Danmörk – Leonora með lagið Love Is Forever

7. San Marínó – Serhat með lagið Say Na Na Na

8. Norður-Makedónía – Tamara Todevska með lagið Proud

9. Svíþjóð – John Lundvik með lagið Too Late For Love

10. Slóvenía – Zala Kralj og Gašper Šantl með lagið Sebi

11. Kýpur – Tamta með lagið Replay

12. Holland – Duncan Laurence með lagið Arcade

13. Grikkland – Katerine Duska með lagið Better Love

14. Ísrael – Kobi Marimi með lagið Home

15. Noregur – KEiiNO með lagið Spirit In The Sky

16. Bretland – Michael Rice með lagið Bigger Than Us

17. Ísland – Hatari með lagið Hatrið mun sigra

18. Eistland – Victor Crone með lagið Storm

19. Hvíta-Rússland – ZENA með lagið Like It

20. Aserbaídjan – Chingiz með lagið Truth

21. Frakkland – Bilal Hassani með lagið Roi

22. Ítalía – Mahmood með lagið Soldi

23. Serbía – Nevena Božović með lagið Kruna

24. Sviss – Luca Hänni með lagið She Got Me

25. Ástralía – Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity

26. Spánn – Miki með lagið La Venda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“