fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Fókus

Felix segir að Hatari muni sigra heiminn – „Við erum að ýta stórum fjölmiðlum frá okkur vegna þess að við höfum ekki tíma“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 18. maí 2019 13:19

Klemens og Felix á fundinum. Mynd: Skjáskot af YouTube-síðu Eurovision Song Contest.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Alþjóð veit keppir Hatari í úrslitum Eurovision í kvöld fyrir Íslands hönd. DV af viðtali við fararstjóra íslenska hópsins, Felix Bergsson, sem virðist afar bjartsýnn fyrir kvöldið.

„Við erum rosa glöð og það er gríðarleg jákvæðni gagnvart Hatara,“ segir Felix og bætir við að öll heimspressan sé á eftir Hatara.

„Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð í mjög langan tíma eða bara nokkurn tíma. Þau eru búin að fara í alla heimspressuna sem hefur aldrei gerst áður hjá Íslandi í Eurovision,“

Segir Hatara víst hafa komið stóru málunum á dagskrá

„CNN, BBC, HBO og hvað sem þetta heitir nú allt saman, allir vilja hitta Hatara og við erum að ýta stórum fjölmiðlum frá okkur, vegna þess að við höfum ekki tíma. Þau eru búin að koma ákveðnum málum á dagskrá sem þau vildu koma á dagskrá og það hefur gengið gríðarlega vel. Mér þykir athyglisvert að sjá umræðuna hérna heima um að það hafi ekki tekist, því það er bara alrangt,“

segir Felix:

„Eurovision er með ákveðnar reglur varðandi pólitík og við höfum bara reynt að fylgja þeim, en það er hins vegar engin spurning að málefnin sem Hatari vildi koma í umræðuna komust í umræðuna einfaldlega vegna þess að Hatari setti þau á dagskrá. Það hefur miklu meira verið rætt um ástandið hér í Ísrael vegna þess að Hatari er með.“

Felix skorar líka á gagnrýnendur:

„Reyni þeir sem gagnrýna að fá viðtöl við stærstu fjölmiðla heims til að ræða þessi málefni, verði þeim að því, þeir fá það ekki, á meðan Hatara tókst það.“

Felix segist afar bjartsýnn fyrir kvöldið: „Þau hafa bara staðið sig gríðarlega vel og nú er bara aða landa þessu í kvöld og reyna að fara alla leið í þessu.“

Felix viðurkennir að hollenska lagið sé líklegast til sigurs en segir að ef einhver önnur þjóð sé að fara að sigra þá sé það Ísland.

Felix spyr sig líka hvers vegna stærstu útgáfufyrirtæki heims séu ekki búin að hafa samband við Hatara og segir „Hatari mun sigra heiminn: „Það er gríðarlegur áhugi á þeim sem listaháopi og þau eru rétt að byrja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég þarf að biðja hana um að „passa“ börnin okkar“

„Ég þarf að biðja hana um að „passa“ börnin okkar“
FókusFréttir
Fyrir 3 dögum

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Guðni fagnar stórafmæli móður sinnar

Guðni fagnar stórafmæli móður sinnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Klæðaburður Kára vekur athygli – „Ekki spurning að hann er trendsetter“

Klæðaburður Kára vekur athygli – „Ekki spurning að hann er trendsetter“
Fókus
Fyrir 1 viku

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 1 viku

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið