fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Íslendingar eiga fulltrúa í Eurovision í kvöld – Greta Salóme á stóran hluta í danska laginu: „Ég var eiginlega búin að gleyma því“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 15:00

Greta Salóme er við góða heilsu í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Danska lagið er 90 prósent strengir út í gegn og það er nú bara þannig að allir strengirnir og fiðlusólóið í miðju laginu er spilað af mér og var tekið upp í litla hljóðverinu mínu í Mosfellsbænum,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir um aðkomu sína að seinni undanriðli Eurovision í kvöld. Danska söngkonan Leonora keppir fyrir hönd Danmerkur með lagið Love Is Forever í seinni undanriðlinum í kvöld.

Greta hefur tvisvar farið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppnina, árið 2012 og árið 2016, og nú verður hún aftur á sviðinu, þó aðeins á bandi – ekki í persónu þar sem undirspil í Eurovision-lögum er allt spilað af bandi. Greta segist í raun ekki hafa gert sér grein fyrir því að lagið hefði komist alla leið fyrr en fyrir stuttu.

„Ég var eiginlega búin að gleyma þessu en svo var ég að labba í Köben fyrir nokkrum dögum, var í 7/11 og heyrði lagið. Þetta hljómaði svo svakalega kunnuglega og þá fattaði ég að ég var að hlusta á strengina mína alla sem voru teknir upp í Tröllateignum í desember,“ segir hún og hlær. „Það er allavega skemmtilegt að heyra þetta þegar ég fattaði að lagið hefði unnið og að fiðlan mín yrði á Eurovison-sviðinu enn eina ferðina.“

Í raun er Íslandstengingin við danska lagið enn dýpri að sögn Gretu.

„Ef ég á að fara enn þá lengra með tengslin þá er Emil Rosendal Lei einn af höfundum danska lagsins en hann samdi lagið Wildfire með mér sem var aðallag myndarinnar Lói, þú flýgur aldrei einn. Hann samdi líka lagið Mess It Up með mér, sem kom út á dögunum. Þannig að það eru miklar Íslandstengingar í þessu lagi.“

Langar ekkert til Tel Aviv

Klæjar Gretu þá ekkert í puttana að fljúga út til Ísrael á keppnina?

„Í sannleika sagt langar mig ekki neitt í Tel Aviv, hreinlega vegna þess að ég er búin að vera á tónleikaferðalagi í tvo mánuði næstum því. Ég er bara búin að vera á hótelum og flugvöllum og upp á sviði, þannig að ég er bara glöð að vera á Íslandi áður en ég fer í pínulítið frí,“ segir Greta.

Danmörk keppir eins og áður segir í seinni undankeppninni í kvöld sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og verður streymt beint á dv.is. Hvað með ef danska lagið kemst áfram í kvöld, hvort mun Greta halda með því eða íslenska rokkslagaranum Hatrið mun sigra?

„Ég er algjör Íslendingur og verð Íslandsmegin alveg sama hvað, en það væri ótrúlega gaman að heyra fiðluna mína uppi á sviði á laugardaginn aftur. En ég verð klárlega 60 prósent Íslandsmegin og 40 prósent Danmerkurmegin ef Danmörk fer áfram í kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki