fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Fókus

Áhyggjufullir Eurovision-aðdáendur eftir dómararennsli – Kvíða frammistöðu Klemensar: „Þegar hann syngur sóló verð ég stressaður“

Fókus
Þriðjudaginn 14. maí 2019 14:15

Hatari sló í gegn í gærkvöldi. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Eurovision á samfélagsmiðlinum Reddit virðast margir hverjir vera áhyggjufullir yfir frammistöðu Hatara í fyrri undanriðli Eurovision í kvöld. Mikil umræða hefur skapast í kringum myndband sem sýnir eina mínútu af dómararennslinu í gærkvöldi þar sem Hataraliðar skemmtu áhorfendum og alþjóðlegri dómnefnd.

„Söngur Klemensar olli mér vonbrigðum. Allt annað er hins vegar gallalaust. Ég vona að hann [Klemens] lagi þetta fyrir morgundaginn [í dag], en mér finnst þetta mjög sterk frammistaða heilt yfir,“ skrifar notandinn coocoobees og notandinn AdmanHolmo tekur undir þessar áhyggjur.

„Klemens er enn mjög veikur í söng en mér finnst hann líta ótrúlega vel út. Hatari kann að setja sýningu á svið og ég vona að Evrópa sé tilbúin fyrir þetta. Mér finnst að þeir eigi að komast áfram.“

Crazykatniss segist einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum.

„Eitt af mínum uppáhalds en söngurinn veldur mér vonbrigðum,“ skrifar hann og panpotworny tekur í sama streng, þó hann segir þetta eitt besta atriðið í sögu Eurovision.

„Það eru fá lög í sögu Eurovision sem hafa svona mikið listrænt gildi að mínu mat. Mig langar ógnarmikið að það vinni,“ skrifar hann. „Söngurinn er hins vegar vonbrigði í þessu myndbandi. Ég verð að segja það.“

Koma Klemens til varnar

Notandanum calistochew finnst söngurinn of lágt stilltur og einhverjir velta fyrir sér hvort þetta sé hljóðblöndunarvandamál. Sumir aðdáendur koma Klemens til varnar.

„Ég veit að allir eru að kvarta yfir röddinni hans Klemensar en mér finnst hann fínn. Auðvitað er alltaf hægt að bæta sig en ég myndi ekki kalla þetta veikt,“ segir apmaps.

Skiptar skoðanir eru um dómararennslið meðal blaðamanna og þeirra sem fylgjast með í blaðamannaherberginu. Eins og DV sagði frá í gær voru spekingar Wiwibloggs hæstánægðir með rennslið og settu Hatara annað hvort í annað eða fyrsta sætið í kvöld. Spekingar ESC United eru einnig mjög hrifnir af atriðinu en segjast hafa áhyggjur af Klemens.

„Klemens missir stundum stjórn á röddinni í sólóinu,“ segir einn spekinganna í meðfylgjandi myndbandi. „Þegar bakraddirnar eru er þetta fínt en þegar hann syngur sóló verð ég stressaður.“

Hataraliðar eru þrettándu í röðinni í kvöld í fyrri undanriðli Eurovision, en bein útsending hefst klukkan 19 á RÚV. DV mun að sjálfsögðu fylgjast með herlegheitunum og skrifa fréttir jafnóðum og þær gerast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“