fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sigurvegari síðasta árs sendir Hatara pillu: „Ég grátbið ykkur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 08:30

Netta, sigurvegari síðasta árs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelska tónlistarkonan Netta Barzilai, sem sigraði í Eurovision á síðasta ári með lagið Toy, er í áhugaverðu viðtali hjá Eurovision-sérfræðingunum hjá WiwiBloggs þar sem hún fer um víðan völl.

Netta er meðal annars spurð um ástandið í Ísrael og Palestínu og þá staðreynd að margir hafi hvatt til sniðgöngu á Eurovision-keppninni í ár sökum þess að hún er haldin í Ísrael. Minnist hún á Hatara í þessu samhengi.

„Ísland er til dæmis með eitthvað stórt í bígerð. Óvæntan glaðning eins og þeir kalla það,“ segir Netta og heldur áfram.

„Við því ætla ég að segja að Eurovision-keppninni var komið á laggirnar snemma á sjötta áratug síðustu aldar til að laga sundurslitna heimsálfu eftir seinni heimsstyrjöldina. Ég held að Eurovision-sviðið hafi verið alveg frá byrjun svið þar sem fólk getur staðið sama hvaðan það kemur, óháð hvaða trú það iðkar, óháð kynhneigð, óháð kyni, óháð skoðunum, óháð litarhafti. Ég held að allir séu jafnir á þessu sviði og allir hafi eitt fram að færa – tónlist. Eða raunar tvennt, einnig menningu,“ segir Netta.

Hún bætir við bón um að því verði ekki breytt og virðist þetta vera klár pilla til Hataraliða, en þeir hafa viðrað sínar pólitísku skoðanir um stríðið á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna í Tel Aviv síðustu daga.

„Mér finnst að það ekki eigi að eyðileggja þessa töfra. Mér finnst að stjórnmálamenn ættu að fást við pólitík og að tónlist ætti að færa fólk nær hvort öðru. Þetta er það eina sem við eigum eftir – að færa fólk nær hvort öðru, að færa hjörtu nær hvort öðru. Höldum Eurovision þannig, ég grátbið ykkur.“

Horfa má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“

Auðunn kveður Hjörvar: „Þín verður sárt saknað vinur!“
Fókus
Í gær

Risaskjáir Ed Sheeran voru teknir niður á síðustu stundu – Öryggi gesta ógnað

Risaskjáir Ed Sheeran voru teknir niður á síðustu stundu – Öryggi gesta ógnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu

Miley Cyrus á krossgötum: Nýskilin, kaupir íbúð fyrir 300 milljónir og byrjuð með stelpu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Keypti kjól á netinu og sá eftir því: „Hvernig getur einhver með haus klæðst þessu?“

Keypti kjól á netinu og sá eftir því: „Hvernig getur einhver með haus klæðst þessu?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Vaskaðu upp Bubbi“

Vikan á Instagram: „Vaskaðu upp Bubbi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis Þórs komin með nafn

Dóttir Örnu Ýrar og Vignis Þórs komin með nafn