fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Gríðarlega mikilvægur dagur fyrir Hatara – Nú er að duga eða drepast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 09:00

Nú reynir á taugarnar. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnunarathöfn Eurovision var í gærkvöldi og var mikið um dýrðir. Í dag er hins vegar gríðarlega mikilvægur dagur fyrir okkar menn frá Íslandi, og raunar alla sem keppa í fyrri undanriðli Eurovision.

Dagurinn byrjar á búningarennsli og í kjölfarið er blaðamannafundur. Svo skellur kvöldið á með dómararennsli og þá er að duga eða drepast. Þó að áhorfendur heima í stofu fái að kjósa með símann að vopni hver kemst upp úr fyrri undanriðlinum í beinni útsendingu annað kvöld, fá dómnefndir í þeim löndum sem taka þátt í riðlinum að gera upp hug sinn eftir dómararennslið í kvöld. Þá munu einnig dómnefndir frá Spáni, Frakklandi og Ísrael kjósa í kvöld á meðan dómnefndir frá hinum stóru löndunum sex, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi, kjósa í seinni undankeppninni. Hún fer fram næsta fimmtudag en dómararennslið á miðvikudag.

Hatari á fyrstu æfingu. Mynd: Eurovision.tv

Dómnefndir fagfólks

Dómnefnd í hverju landi er skipuð fimm aðilum sem eru fagmenn í tónlistarbransanum og eru atriðin dæmd út frá söng, frammistöðu á sviðinu, lagasmíð og frumleika lagsins og heildarsviðssetningu. Í íslensku dómnefndinni eru útvarpskonan Hrafnhildur Halldórsdóttir, lagahöfundurinn Örlygur Smári, söngkonan María Ólafsdóttir, trommarinn Jóhann Hjörleifsson og kynningarstjórinn Lovísa Árnadóttir. Hér má sjá þá sem skipa dómnefndir þess 41 lands sem tekur þátt í Eurovision.

Það er þó ekki aðeins dómararennslið sem miklu máli skiptir því fulltrúar hvers lands þurfa að leggja alveg jafn mikinn kraft í búningarennslið fyrr um daginn. Það rennsli er tekið upp líkt og um beina útsendingu væri að ræða og ef eitthvað klikkar í beinni annað kvöld geta þeir sem stjórna útsendingu sent út atriðin úr búningarennslinu í staðinn.

Dregur dómnefndin okkar menn niður?

Oft hefur því verið hent fram að Hataraliðar eigi eftir að njóta meiri hylli áhorfenda en dómnefndar í Eurovision-keppninni í Tel Aviv. Margir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að dómnefndin eigi eftir að draga þá niður. Hins vegar er vert að minna á það að í úrslitum Söngvakeppninnar voru tíu meðlimir alls staðar að úr Evrópu, þar á meðal Eurovision-stjarnan Elani Foureira, tékkneski tónlistarframleiðandinn Jan Bors og Molly Plan, framleiðandi hjá danska ríkissjónvarpinu. Á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar fékk Hatari flest atkvæði dómnefndar af öllum keppendum. Það segir nú sína sögu.

Eitís þema hjá Hatara í norræna partíinu í Tel Aviv. Mynd: Instagram @RUVgram

Heppni Íslendinga

Þá er einnig vert að benda á að Íslendingar græða á því að vera í lakari undanriðlinum í Eurovision þetta árið. Í raun eru bara tvö lönd af þeim tíu sem spáð er bestum árangri í keppninni í fyrri undanriðlinum og það eru Ísland og Ástralía. Hin átta lögin í topp tíu keppa annað hvort í seinni undariðlinum eða eru hluti af stóru löndunum sex. Eins og staðan er núna eru 85 prósent líkur á að Ísland komist áfram í úrslitin næsta laugardagskvöld samkvæmt veðbankaspám.

Ef Ísland kemst áfram myndi það þýða endalok mikil og erfiðs þurrkatímabils í Eurovision, en við höfum ekki komist upp úr undankeppninni síðan árið 2014 þegar að Pollapönk heillaði Evrópu með laginu Enga fordóma. Nú er lítið annað hægt að gera en að krossa fingur og vona að hatrið sigri hjörtu Evrópubúa.

Hatari á dreglinum við setningarathöfn Eurovision. Mynd: Skjáskot af YouTube síðu Eurovision.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi