Sunnudagur 26.janúar 2020
Fókus

Hver vinnur fyrstu luftgítarkeppni Íslands?

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 10. apríl fer nýstárleg keppni fram á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík. Þar mun fyrsta luftgítarkeppni Íslands fara fram, vinningshafar hennar munu hreppa armbönd á rokkhátíðina Eistnaflug sem haldin verður í Neskaupstað í júlí.

Vinningshafi þar, Íslandsmeistarinn í luftgítar, mun síðan keppa í heimsmeistarakeppninni í Finnlandi. „Það er til mikils að vinna,“ segir Erla Rut Haraldsdóttir, einn skipuleggjenda keppninar og Eistnaflugs. „Dómarar keppninnar eru Magný Rós Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Eistnaflugs, Ómar Úlfur Eyþórsson útvarpsmaður og Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari Vintage Caravan. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og rokkunnendur til að mæta, þetta verður mega gaman og skemmtileg keppni.“

Erla Rut: Hvetur alla til að mæta og taka þátt í skemmtilegri keppni

Skráning fer fram á luftgitar@eistnaflug.is. Húsið verður síðan opnað kl. 20.30 og það kostar litlar 1.000 kr. inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Rúnar og Nína höfð að háði og spotti – Telja kotasælu lækna krabbamein

Rúnar og Nína höfð að háði og spotti – Telja kotasælu lækna krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þegar þú ert með fleiri skópör en setningar veistu að þú ert með lítið hlutverk”

„Þegar þú ert með fleiri skópör en setningar veistu að þú ert með lítið hlutverk”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn: Hjónin voru uppgefin fyrir 2 árum – Ánægjuleg sjón mætti henni í gær

Þórunn: Hjónin voru uppgefin fyrir 2 árum – Ánægjuleg sjón mætti henni í gær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður greindist með krabbamein: „Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu“

Sigríður greindist með krabbamein: „Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára
Fókus
Fyrir 6 dögum

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?