fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Unnar Þór vill hafa áhrif í meðferðarmálum – „Ég ætla ekki að horfa á eftir börnunum mínum í kistuna“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnar Þór Sæmundsson er 28 ára gamall og fyrir nokkrum árum var honum ekki hugað líf eftir langvarandi neyslu fíkniefna. Afbrot, ofbeldi, neysla og sjálfsvígstilraunir voru daglegt líf Unnars Þórs, en fyrir þremur árum ákvað hann loksins að takast á við sjálfan sig. Hann fagnar bættu og betra lífi í dag, edrúmennsku og bættum samskiptum við sína nánustu og vill breyta meðferðar- og geðheilbrigðismálum til betri vegar svo enginn þurfi að feta sömu braut og hann gerði í áratug.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

„Ég ætla ekki að horfa á eftir börnunum mínum í kistuna“

Geðheilbrigðis-, vímuefna-, meðferðar- og fangelsismál eru málin sem Unnar telur sig geta haft áhrif á.

„Ég hef veigrað mér við að taka þátt í umræðunni um neyslu, vímuefni, lögleiðingu, afglæpavæðingu, regluvæðingu eða hvað sem fólk vill kalla það. Mér hefur ekki fundist ég gjaldgengur í þessa umræðu og skammast mín fyrir að ætla að segja fólki til eins og ég viti betur. En fólkið sem er að setja reglur og smíða ramma veit oft ekki um hvað það er að tala um. Okkur finnst eðlilegt að eiga samráð við fatlað fólk um þeirra málefni, foreldra um málefni barna, aðilar máls eðlilega ættu að fá að vera hluti af ferlinu, annað er svo gömul hugsun. Ég hef heilmikið fram að færa á þessu sviði, ég er með 10 ára reynslu úr neyslu og meðferðum. Viltu frekar einhvern sem hefur aldrei kynnst þessu?

Því lengur sem við hundsum þetta, því fleiri börn okkar deyja. Mig langar til að nýta þessa viðbjóðslegu þekkingu sem ég er með, ég vil ekki að börnin mín eða barnabörnin verði í sömu sporum og ég var. Við þurfum að breyta samfélaginu og bjarga eins mörgum og við getum. Við erum með þekkinguna, eymdina, gleðina, öll tæki og tól, við þurfum bara að hætta að ýta þessu á undan okkur og fara að framkvæma,“ segir Unnar, en móðursystir hans jarðaði dóttur sína, sem var á sama aldri og Unnar. Hún svipti sig lífi eftir langvarandi neyslu. „Fjölskyldan mun aldrei bera þess bætur. Ég ætla ekki að horfa á eftir börnunum mínum í kistuna, það á enginn að þurfa að jarða barnið sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því