fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Andrea kom aldrei út úr skápnum: „Hef ekki þurft að lifa þannig að ég hafi þurft að skilgreina mig“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. apríl 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Jónsdóttir fagnaði sjötugsafmæli 7. apríl og hélt upp á áfangann á sínu öðru heimili, skemmtistaðnum Dillon, þar sem troðfullt var út úr dyrum tvö kvöld í röð af vinum og ættingjum. Andrea er öllum kunn sem fylgjast með tónlist, en sjálf hefur hún hrærst í bransanum í næstum 50 ár, sem plötusnúður og útvarpsmaður.

Blaðamaður settist niður með Andreu yfir öli á skemmtistaðnum Dillon og ræddi lífið og tilveruna, bernskuárin á Selfossi, Bítlana og bransann, plan B og barnabörnin.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Kynhneigðin aldrei tilkynnt sérstaklega

Andrea er samkynhneigð og segist aldrei hafa tilkynnt það sérstaklega með því að koma út úr skápnum. „Á sínum tíma vildi ég ekki segja frá því út af dóttur minni, en ég hef heldur ekki þurft að lifa þannig að ég hafi þurft að skilgreina mig. Ég hef aldrei þurft að skipta mínum heimi, sem ég er þakklát fyrir, og ég er líka þakklát þeim sem þurftu að gera það og ruddu brautina fyrir aðra,“ segir Andrea og bætir við að kynhneigð og skilgreining á henni sé flókin í dag: „En samt ekki jafnflókin og undirflokkar rokksins. Fyrir löngu ákvað ég að ég ætlaði ekki að taka þátt í því, ég ætlaði ekki að vita hvað „black metal“ eða „green metal“ væri. Þetta er bara rokk og annaðhvort er það gott eða ekki. Kannski er það eins með kynvitundina og gott að ýta á okkur með það einu sinni enn að vera bara frjálslyndur og vera ekkert að pæla í þessu. Það er alveg númer eitt að fólk sé frjálslynt og umburðarlynt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki