fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Umdeildustu atriðin í Eurovision: Klámfengnar mjaltastúlkur – „Endalok Evrópu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2019 10:00

Eurovision-sagan geymir ýmis eftirminnileg atvik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ljóst að sveitin Hatari heldur til Ísrael í maí til að taka þátt í Eurovision, en atriðið er strax orðið mjög umdeilt. Hefur því meira að segja verið haldið fram að Hatrið mun sigra sé of pólitískt lag og að það gæti farið svo að Hatara yrði meinað að taka þátt.

Í ljósi sögunnar væri það hins vegar eilítið spaugilegt þar sem mun pólitískari lög hafa hljómað á Eurovision-sviðinu í gegnum árin, og jafnvel unnið keppnina. Við ákváðum að fara yfir nokkur af umdeildustu lögunum sem hafa keppt í Eurovision, en nokkur þeirra tengjast einmitt Ísrael.

1968 – Cliff Richard/Massiel – Bretland/Spánn

Það má með sanni segja að lagið Congratulations með goðsögninni Cliff Richard hafi verið lagið sem var líklegast til vinsælda þetta árið. Hins vegar fór það svo að lagið La La La með Massiel frá Spáni vann með bara eins stigs mun. Strax fóru sögusagnir á kreik um að spænski einræðisherrann Francisco Franco hefði mútað dómnefndum til að tryggja sigur Spánar svo keppnin yrði haldin þar að ári. Vildi hann sýna sem flestum hve frábært land og þjóð væri.

https://www.youtube.com/watch?v=UsLcZwCztms

Enn deila Eurovision-aðdáendur um þessi úrslit, en í spænsku heimildarmyndinni 1968: I Lived the Spanish May, er það fullyrt að Franco hafi verið með puttana í úrslitum keppninnar.

1973 – Ilanit – Ísrael

Ilanit þurfti að syngja í skotheldu vesti og var vaktaður af öryggisvörðum í ljósi þess að ellefu meðlimir í ísraelska Ólympíuliðinu voru teknir í gíslíngu og myrtir á sumar Ólympíuleikunum í Munchen árið áður af palenstínska hópnum Svarta september. Áhorfendur voru beðnir um að sitja rólegir á meðan að Ilanit söng svo öryggisverðir myndu ekki skjóta þá.

1978 – Izhar Cohen and the Alphabeta – Ísrael

Þegar að ísraelski sönghópurinn flutti lagið A-Ba-Ni-Bi neituðu sjónvarpsstöðvar í Jórdaníu að sýna atriðið og birtu myndir af blómum í staðinn. Ísrael sigraði í keppninni þetta árið en í fjölmiðlum í Jórdaníu var því haldið fram að Belgía hefði unnið.

https://www.youtube.com/watch?v=UZRQPif18EY

1997 – Páll Óskar – Ísland

Það er ómögulegt að sleppa laginu Minn hinsti dans með Páli Óskari í svona upptalningu, enda vakti lagið gríðarlega athygli og hristi eggjandi sviðsframkoma Páls Óskars og latexklæddu dansaranna vel uppi í fólki á sínum tíma.

1998 – Dana International – Ísrael

Ári eftir að Páll Óskar tók þátt var Evrópa tilbúin fyrir eitthvað nýtt. Þá kom Dana International fram á sjónarsviðið, fyrsta transmanneskjan til að keppa í Eurovision. Hins vegar voru ekki allir Ísraelsmenn á bak við hana og fannst heittrúuðum Gyðingum það algjör hneisa að transkona væri fulltrúi landsins í keppninni. Gekk það svo langt að Dana fékk morðhótanir. Hún lét það hins vegar ekki á sig fá og hreppti Eurovision-hnossið eftirsótta.

2000 – Ping Pong – Ísrael

Á þessum tíma var stríð á milli Ísrael og Sýrlands og steig sveitin Ping Pong það umdeilda skref að veifa sýrlenskum og ísraelskum fánum á æfingu á atriðinu til að hvetja til friðar. Þetta fór ekki vel ofan í ísraelska ráðamenn og kröfðust þeir þess að Ping Pong yrði bannað að keppa. Þegar því var hafnað afneituðu Ísraelsmenn atriðinu, ef svo má segja, og meðlimir Ping Pong þurftu að borga fyrir allt uppihald sjálfir. Þeir veifuðu vissulega fánunum í úrslitum Eurovision en fengu aðeins sjö stig.

2007 – Verka Serduchka – Úkraína

Dragdrottningin Verka, einnig þekkt sem spéfuglinn Andriy Danylko, var heldur betur umdeild. Úkraínumenn voru ekki allir ánægðir með þetta val í Eurovision og var meira að segja blásið til mótmæla til að mótmæla þátttöku Verku. Verka fór hins vegar alla leið og lenti í öðru sæti. Sá hlær best sem síðast hlær.

2009 – Stephane and 3G – Georgía

Lagið We Don’t Wanna Put In var, eins og nafnið gefur til kynna, stórt og harkalegt skot á Valdimir Putin, Rússlandsforseta, aðeins einu ári eftir að Georgía og Rússland háðu stríð. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sagði lagið of pólitískt fyrir Eurovision og fór fram á að textanum yrði breytt eða annað lag sent inn í keppnina. Því var hafnað og dró Georgía sig úr keppninni.

https://www.youtube.com/watch?v=5P6-7Rw4xug

2012 – Valentina Monetta – San Marínó

The Social Network Song frá San Marínó átti upprunalega að heita Facebook Uh Uh Oh. Hins vegar eru allar vöruauglýsingar bannaðar í Eurovision-lögum og því þurfti að breyta öllum textanum til að afmá tengingar við Facebook og Mark Zuckerburg. Því varð textinn á endanum frekar skrýtinn, en búningarnir voru allavega í stíl við upprunalega lagið.

2013 – Krista Siegfried – Finnland

Krista ákvað að mótmæla banni við samkynja hjónaböndum í heimalandinu með því að kyssa eina af bakraddasöngkonunum á stóra sviðinu. Þetta olli forsvarsmönnum sambands evrópskra sjónvarpsstöðva miklum ama þar sem íhaldsamari Evrópuþjóðir mótmæltu þessu athæfi harðlega.

2014 – Conchita Wurst – Austurríki

Það varð allt brjálað í Rússlandi þegar að Conchita Wurst kom, sá og sigraði með laginu Rise like a Phoenix. Margir ráðamenn í Rússlandi gagnrýndu sigur Conchitu, sem er hliðarsjálf söngvarans Tom Neuworth, og gekk stjórnmálamaðurinn Vladimir Zhirinovsky svo langt að kalla sigur hennar „endalok Evrópu.“ Þá lét hann þessi orð enn fremur falla:

„Þetta er orðið villt. Það eru ekki lengur konur eða menn í Evrópu – bara það.“

2014 – Donatan og Cleo – Pólland

Það var nákvæmlega ekkert pólitískt við lagið My Słowianie – We Are Slavic, heldur var það sviðssetningin sem fór mikið fyrir brjóstið (jebb, orðaleikur) á fólki. Voru einhverjir sem sögðu atriðið minna meira á ljósbláa klámmynd en atriði í söngvakeppni. Dæmi nú hver fyrir sig:

2016 – Jamala – 1944

Það má með sanni segja að sigurlag Jamölu frá Úkraínu hafi verið ansi pólitískt, en hún söng um þjóðarmorð Joseph Stalins. Sigur hennar var umdeildur og töldu margir að Rússinn Sergey Lazarev, sem snýr aftur í keppnina í ár, hafi verið rændur sigrinum í ljósi ádeilulags Úkraínu gegn Rússlandi.

2017 – Yulia Samoylova – Rússland

Yulia ætlaði að syngja lagið Flame is Burning á stóra sviðinu. Yulia fékk hins vegar ekki að keppa í Úkraínu þar sem hún hafði farið í tónleikaferðalag um Krímskaga, en Úkraínumenn settu rússneska poppsöngvara á svartan lista fyrir að skemmta þar. Rússland tók því ekki þátt þetta árið, en Yulia sneri aftur tvíelfd árið eftir með hörmulegum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum