Áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir er með rúmlega fjörutíu þúsund fylgjendur á Instagram og er ein af okkar allra skærustu internetstjörnum. Nú er hún ein af þeim sem skapar nýjar Instagram-stjörnur í þættinum Instagram Íslands á vegum Áttan Miðlar, en Sunneva er dómari í þáttunum ásamt Nökkva Fjalari og Guðrúnu Veigu. Það má því segja að áhrif hennar nú sé margföld við það sem þau voru.
Sunneva vakti mikla athygli á Instagram í gær þegar hún birti óvenju djarfa mynd af sér í undirfötum frá Lounge, í slopp og með ljósa hárið í háu tagli.
„Enn með brosið sem þú gafst mér,“ skrifar Sunneva við myndina og gefur því fylgjendum sínum tækifæri á að láta ímyndunaraflið reika yfir því sem hún á í raun við.
Athugasemdirnar láta ekki á sér standa og virðast flestir sammála um að Sunneva sé vel af guði gerð, enda einstaklega gerðarleg og ákveðin kona hér á ferð.