fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Eurovision-sérfræðingar telja Hatara geta unnið Eurovision: Kalla Klemens „engilinn frá Reykjavík“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 09:30

Englar og djöflar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision-sérfræðingarnir William, Angus og Antranig hjá Eurovision-síðunni Wiwibloggs fara ítarlega yfir lagið Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision, í nýju myndbandi. Þá velta þeir sigurlíkum Hatara fyrir sér.

„Þeir eru komnir til að rústa þessu og gætu unnið Eurovision fyrir Íslands,“ segir William sem er yfir sig hrifinn af laginu. „Lagið kallar fram einhverjar tilfinningar,“ segir hann. „Það kallar fram viðbrögð sem er mjög mikilvægt.“

Þá er hann einstaklega hrifinn af Klemens Hannigan, annars söngvarans í Hatara.

„Engillinn frá Reykjavík,“ segir hann og ljómar, og bætir við að það gæti verið klókt fyrir Hatara að láta atriðið enda þannig á sviðinu að „engillinn vinni.“ Þá er William alveg klár á því að Hatari komist upp úr sínum undanriðli og telur jafnvel að fagdómnefndir verði hrifnari af laginu en áhorfendur.

„Bindið mig niður og gerum þetta!“

Antranig er einnig mjög skotinn í laginu.

„Bindið mig niður og gerum þetta! Þetta er ótrúlega. Þetta er gjörsamlega stórkostlegt,“ segir hann og er ánægður með að Ísland taki áhættu í keppninni í ár.

„Ísland hefur verið að tefla fram öruggu lagi í mörg, mörg ár og það hefur ekki virkað. Núna taka þeir áhættu og eiga eftir að uppskera vel.“

Angus er hins vegar ekki aðdáandi lagsins og segir það óaðgengilegt. Hann telur þó að það eigi möguleika í keppninni.

Myndbandið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Hafþór spyr hvort hann eigi að fjárfesta í bifreið – Þó hún sé augljóslega alltof lítil fyrir hann

Mynd dagsins: Hafþór spyr hvort hann eigi að fjárfesta í bifreið – Þó hún sé augljóslega alltof lítil fyrir hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“

Barðist fyrir trommukjuða á Ed Sheeran: „Ég var alveg tilbúin til þess að standa þarna allt kvöldið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stikluna fyrir jólamyndina í ár – Netverjar með ýmsar kenningar

Sjáðu stikluna fyrir jólamyndina í ár – Netverjar með ýmsar kenningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svala Björgvins hleypur fyrir vinkonu sína: Berst við sjaldgæfan sjúkdóm á hverjum degi

Svala Björgvins hleypur fyrir vinkonu sína: Berst við sjaldgæfan sjúkdóm á hverjum degi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Smári með nýtt lag um dætur sínar: „Lagið var samið þegar ég var á tónleikaferðalagi og saknaði þeirra“

Beggi Smári með nýtt lag um dætur sínar: „Lagið var samið þegar ég var á tónleikaferðalagi og saknaði þeirra“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Mynd dagsins: Háskólanemar sem ætla sér að falla

Mynd dagsins: Háskólanemar sem ætla sér að falla
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“

Íslenskri verslun úthúðað á Facebook – Eigandinn segir fólk móðursjúkt og svarar fyrir sig: „Það sjá allir í gegnum svona þvaður“