fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Eurovision-kóngurinn Jon Ola Sand segir að Hatari komist auðveldlega til Ísrael

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2019 10:30

Eurovision-kóngurinn hefur talað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, segir í samtali við norska ríkissjónvarpið að Hatara verði ekki meinaður aðgangur að Eurovision í Tel Aviv í Ísrael í maí. Sagt er frá þessu á Eurovoix.

„Við sjáum enga ástæðu fyrir því að þeir fái ekki leyfi. Við erum í nánu samtali við yfirvöld í Ísrael og ráðamenn vita að það geti snúist í höndunum á þeim og skipuleggjendum keppninnar ef einhverjum er neitað um vegabréfsáritun,“ segir Jon Ola Sand.

Hann bætir við að það sé búið að greina forsvarsmönnum RÚV frá því hvaða afleiðingar það myndi hafa ef Hatari nýtti keppnina til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri.

Hatrið mun sigra er ansi umdeilt lag.

„Við teljum að þeir muni ekki nota Eurovision-keppnina til að mótmæla. Þeir vita hvaða reglur gilda um þátttöku,“ segir hann. „Ef þeir mótmæla geta þeir verið reknir úr keppni.“

Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hvort Hatari fái að keppa í Eurovision, en nú síðast voru sagðar af því fréttir að samtökin Shurat HaDin hefðu farið fram á það við stjörnvöld í Ísrael að Hatara yrði meinaður aðgangur að Eurovision vegna pólitískrar orðræðu sveitarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bar eitrað skyr í bróður sinn

Bar eitrað skyr í bróður sinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjónin María og Ingileif í ítarlegu viðtali: „Við eigum öll 100% tilverurétt“

Hjónin María og Ingileif í ítarlegu viðtali: „Við eigum öll 100% tilverurétt“