fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Daði segir fólki af hverju það verður að kjósa Hatara í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 17:30

Daði er með mikilvæg skilaboð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að úrslit Söngvakeppninnar ráðast á laugardagskvöldið næsta, þegar að fimm flytjendur keppast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision í Ísrael í maí.

Margir telja að sigurstranglegustu flytjendurnir séu Hatari og Friðrik Ómar. Daði Steinn Jónsson birtir forvitnilegan pistil í hópnum Júróvisjón 2019 og hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til að birta hann. Í pistlinum útskýrir hann fyrir landsmönnum af hverju þeir verða að kjósa Hatara á laugardaginn.

„Vildi helst sleppa því að skrifa þetta en eftir að hafa lesið umræðuna í þessari grúbbu þá hef ég ákveðið að taka „real talk“ og eitt „one for the team“ á mig fyrir okkur fólkið með smá „common sense“,“ skrifar Daði og heldur áfram.

„Flott lög í keppninni (samt ekki, er bara að reyna að vera jákvæður), en elsku Íslendingar hvernig væri að kjósa Hatara? Restin er ekki að fara neitt áfram í keppninni hvort sem ykkur líkar það eða ekki, hin lögin eru einfaldlega fyrirsjáanleg, einföld og skera sig 0 út frá hinum. Mér gæti ekki verið meira sama þótt þér líki ekki við lagið, hárgreiðslu, framkomu eða hversu oft meðlimir Hatara fara í kirkju, sannleikurinn er einfaldur, við erum frekar ofarlega í veðbönkum útaf laginu frá Hatara og það hefur sannað sig á áhorfum og viðtökum erlendis frá.“

Þá les hann yfir þeim sem ætla að kjósa eitthvað annað en Hatrið mun sigra á laugardagskvöld.

„Allir þeir sem ætla sér að kjósa eitthvað annað en lagið hjá Hatara eru einfaldlega að senda lag sem tekur þátt til þess að taka þátt en ekki til þess að komast sem lengst, ekki kjósa plís, klappaðu fyrir laginu heima, farðu í kjól að dansa húla húla og farðu svo í vinnuna daginn eftir og hlustaðu á það á Youtube. Fyrirfram þakkir.“

Pistillinn hefur uppskorið yfir hundrað læk í grúbbunni og eru margir sem eru algjörlega sammála Daða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“