Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fókus

Ásdís Rán ginnt í gildru: „Ég er blásaklaus og kannast ekkert við þetta“

Fókus
Laugardaginn 7. desember 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttinn einstaklingur hefur þóst vera ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir á stefnumótaforritinu Tinder. Segir ísdrottningin þetta hafa valdið töluverðu fjaðrafoki hjá henni á dögunum og streymdu til hennar hver skilaboðin á fætur öðrum. „Ég er blásaklaus og kannast ekkert við þetta,“ sagði Ásdís í tilkynningu á samfélagsmiðlum sínum.

Þegar DV hafði samband við Ásdísi var hún í miðjum jólaundirbúningi og vildi lítið tjá sig frekar um málið. Hún viðurkennir þó að þeim dæmum fjölgi þar sem einstaklingar taki ljósmyndir og persónuupplýsingar af samfélagsmiðlum annarra, ekki síst opinberra persóna, og geri svo falska reikninga í þeirra nafni. Þetta hefur verið sérlega vinsælt á miðlum eins og Facebook, Instagram, Snapchat og Tinder.

Þetta hefur einkum aukist hér á landi. Á meðan slík dæmi brots á friðhelgi fólks færast í aukana eru þó enn engin ákvæði sem gera auðkennisþjófnað refsiverðan hér á landi. Á meðal einstaklinga sem hafa lent í sambærilegum auðkennisþjófnaði eru Rúrik Gíslason, Sunneva Einarsdóttir, Björgvin Páll Gústavsson og Bubbi Morthens.

Engin hjálp frá lögreglu

Bubbi hefur að eign sögn reynt í tvö ár að leita réttar síns vegna falsreiknings í hans nafni á Instagram. Á umræddum aðgangi þóttist einstaklingur nokkur vera tónlistarmaðurinn og átti að hafa sent konum og stúlkum kynferðisleg skilaboð.

Bubbi segir að tvímælalaust þurfi að binda þetta í lög og gera athæfið refsivert, en hann reyndi að láta loka reikningnum sem varð þá virkur aftur strax daginn eftir. Bubbi segist hafa leitað til lögreglu, tölvusérfræðinga og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum hvað þetta varðar.

Snemma árs 2018 kom upp sambærilegt mál hjá knattspyrnumanninum Rúrik Gíslasyni. Rúrik sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann tók skýrt fram að hann kæmi hvergi nálægt þeim Tinder-aðgangi sem hefði verið stofnaður í hans nafni. Rúrik sagðist hafa kært athæfið enda væri um að ræða brot á friðhelgi einkalífs hans. „Vegna alvarleika brotanna fól ég lögmanni mínum þegar í stað að leggja fram kæru hjá lögreglu og hefur það verið gert,“ stóð í yfirlýsingu Rúriks.

„Bölvað vesen“

Valdimar Víðisson, skólastjóri og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, lenti í því á síðasta ári að fá óvenjulegar vinabeiðnir eftir að stofnaðir voru ýmsir falsreikningar á samfélagsmiðlum í hans nafni. Fyrst voru stofnaðir Facebook- og Twitter-aðgangar og leiddi það síðan til reiknings á stefnumótamiðlinum Tinder.

Valdimar sagði að þetta hefði verið sérlega óþægileg lífsreynsla og kallaði þetta „bölvað vesen“, en hann er hamingjusamlega kvæntur. Sagðist hann ekki hafa hugmynd um hverjir gætu átt þarna hlut að máli og sagði erfitt að fá þessum reikningum lokað.

„Það voru símtöl og fleira sem konan var að fá í gær þar sem hún var spurð hvað við værum nú að gera. Það var reyndar einn sem stakk upp á því að þetta væri annað Icehot1-mál og við hefðum bara gleymt að loka reikningum. Það var ekki þannig,“ sagði Valdimar í spjalli við útvarpsstöðina K100 í vetur.

„Umh, þetta er ekki ég – Þið sjáið það“

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir leiðrétti misskilning fyrr á árinu þar sem óprúttinn einstaklingur sagði hana vera lesbíska. Á stefnumótaforritinu HER var birt mynd af henni á fölskum aðgangi þar sem Sunneva var sögð heita Anna, en HER er einmitt stefnumótaforrit fyrir hinsegin konur.

Sunneva segir í sögu sinni að það sé leikur einn að sjá að um svik sé að ræða þar sem Anna er sögð vera 165 sentímetra há. Það er Sunneva ekki, heldur gott betur og er yfir 170 sentímetrunum.

Um leið og upp komst um þessa dularfullu Önnu biðlaði áhrifavaldurinn til aðdáenda sinna að tilkynna þessi svik til forsvarsmanna HER. Það virtist hafa virkað og í kjölfarið á því var Anna öll.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þingmaðurinn hjólandi

Þingmaðurinn hjólandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarískur ferðamaður segir Íslendinga vera kuldalega og dónalega auk þess sem þeir prumpi, ropi og sjúgi upp í nefið á almannafæri

Bandarískur ferðamaður segir Íslendinga vera kuldalega og dónalega auk þess sem þeir prumpi, ropi og sjúgi upp í nefið á almannafæri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Of fullur fyrir Tinder laugina – Erfiðar kynlífsspurningar – „Ég er alveg fínn í rúminu sko!“

Of fullur fyrir Tinder laugina – Erfiðar kynlífsspurningar – „Ég er alveg fínn í rúminu sko!“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rósa Ingólfsdóttir er látin – Síðustu orð hennar ættum við öll að hafa hugföst

Rósa Ingólfsdóttir er látin – Síðustu orð hennar ættum við öll að hafa hugföst
Fókus
Fyrir 6 dögum

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“