Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fókus

Birgitta beið í ár eftir að birta pistilinn: Er nú hætt störfum – „Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. desember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að skrifa um elsku gamla og „unga“ fólkið okkar sem streðað hefur alla sína hunds- og kattaríð fyrir nákvæmlega okkur.“

Svona hefst pistill Birgittu Þuru Birgisdóttur í Morgunblaðinu. Birgitta skrifaði þennan pistill árið 2018 en birtir hann fyrst núna.

„Ég er búin að gefa mér í ár að hugsa hvort ég ætti að birta þetta. Ég hef látið af störfum sem sjúkraliði því ég læt ekki bjóða mér hvað sem er,“ skrifar hún.

Þegar pistillinn var skrifaður vann Birgitta sem sjúkraliði á deild Sjúkrahúsi Akraness, þar sem fólk bíður eftir því að fara á hjúkrunarheimili.

Óhófleg símanotkun

Eitt af því sem Birgitta vekur athygli á í pistli sínum er símanotkun heilbrigðisstarfsfólks.

„Það sem ég horfi upp á og að sögn gamla fólksins okkar og nánustu aðstandenda er að heilbrigðisstarfsfólk er með símann nánast límdan á sér ,sem á í alvöru talað ekki að eiga sér stað nema inni á vaktstofu og alls ekki fyrir augum sjúklinga sem vita nánast ekki hvaða tæki þetta er […] Að sjálfsögðu getum við verið að bíða eftir nauðsynlegum símtölum, þá ætti það ekki að vera tiltökumál,“ segir Birgitta Þura. Hún segist vera hlynnt því að gera sem mest með fólkinu, Eins og að spila, lesa, púsla, prjóna og spjalla.

Elskaði vinnuna

Birgitta Þura elskaði að eigin sögn sjúkraliðsvinnu alveg hreint út í eitt.

„Ég gleymdi því í nærveru þeirra að þurfi að þurrka munnvik, skeina, taka úr þvagleggi, nálar, hjálpa fólkinu í og úr rúmi, díla við kvíða, depurð og sorg, tannbursta, losa stómapoka, þvagpoka og í raun öllu sem þau þarfnast vegna þess að ég met mitt starf mikils og vildi ég óska þess svo heitt og innilega að enginn væri í þeirri stöðu að líða illa út af starfsfólki eða aðstandendum, ég myndi hiklaust taka sjúklinga með mér heim ef ég hefði aðstöðu eða getu til.“

Hún segir að þeir sjúklingar sem koma til þeirra vilja oftast ekki koma í svona biðstöðu og verða ringlaðir og óöruggir. En þegar þeir fá pláss á hjúkrunarheimilivilja þeir alls ekki fara.

„Sem hlýtur að vera ágætishrós fyrir okkur sem starfsfólk – lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og aðra starfsmenn. Laun sjúkraliða eru alls ekki upp á marga fiska og ætti aldeilis að virða okkur meira en ríkið gerir. Oft finnst mér, sem sjúkraliða, margir meta okkur lítilsháttar og sem einskonar gólftusku. Hvernig eigum við, þessir ungu sjúkraliðar, að safna okkur fyrir íbúð? Framfleyta börnunum okkar?“

Sá ekki fram á það

Birgitta skrifar í pistlinum að hún sjái ekki fram á að geta það, og eins og tekið er fram í upphafi pistilsins þá starfar hún ekki lengur sem sjúkraliði í dag.

„Hvernig fer ef sjúkraliðastétt deyr út vegna þess að þið sem eruð í ríkisstjórn getið ekki hækkað launin okkar? Guð hjálpi okkur öllum. Það er örugglega ekki einn einasti úr þessari aumu ríkisstjórn sem sér þetta en hvað viljið þið þegar þið verðið orðin gömul og grá – eða „ung“ og ósjálfstæð? Það erum við, læknar og hjúkrunarfræðingar sem sjáum um ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis heilsunnar vegna,“ segir hún.

„Þetta heilbrigðiskerfi er gjörsamlega út í hött og þarf að laga undir eins!! Annars eigið þið eftir að missa (í alvöru talað) góða mjög góða sjúkraliða sem hafa áhuga á sínu starfi.“

Þú getur lesið pistill Birgittu Þuru í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?

Spurning vikunnar: Hvað verður heitasta trendið á árinu?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“

Hallgrímur Ólafsson um Gullregn: „Við þekkjum öll þetta fólk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þingmaðurinn hjólandi

Þingmaðurinn hjólandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarískur ferðamaður segir Íslendinga vera kuldalega og dónalega auk þess sem þeir prumpi, ropi og sjúgi upp í nefið á almannafæri

Bandarískur ferðamaður segir Íslendinga vera kuldalega og dónalega auk þess sem þeir prumpi, ropi og sjúgi upp í nefið á almannafæri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“

Íslendingar segja kostulegar sögur af Kára: „Hann hótaði að skera okkur á háls fyrir of mikil læti í partíi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Of fullur fyrir Tinder laugina – Erfiðar kynlífsspurningar – „Ég er alveg fínn í rúminu sko!“

Of fullur fyrir Tinder laugina – Erfiðar kynlífsspurningar – „Ég er alveg fínn í rúminu sko!“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rósa Ingólfsdóttir er látin – Síðustu orð hennar ættum við öll að hafa hugföst

Rósa Ingólfsdóttir er látin – Síðustu orð hennar ættum við öll að hafa hugföst
Fókus
Fyrir 6 dögum

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“

Arna Ýr í klóm fjárkúgara og vonar að Auddi Blö hjálpi henni – „Við sjáum að þú ert að lesa skilaboðin“