Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, rifjar upp á Facebook-síðu sinni þegar hann fór í hlutverk uppboðshaldari í nokkurs konar gjörningi til að minnast Tyrkjaránsins.
Á myndunum sem má sjá hér fyrir neðan sést Karl Gauti selja börn á uppboðinu. Myndirnar tók Jói Myndó.
„Tyrkjaránið 1627. Fyrir nokkrum árum setti Tyrkjaránsfélagið upp þrælauppboð í Dölum þar sem ég í hlutverki uppboðshaldara bauð upp nokkra þræla frá Íslandi. Skemmtileg uppákoma í blíðviðri 2012,“ skrifar Karl Gauti.