fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Fimm Íslendingar sem hafa verið ofsóttir af eltihrellum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. desember 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið „eltihrellir“ er yfirleitt skilgreint sem manneskja sem eltir og fylgist með annarri manneskju á ákveðnu tímabili. Þetta er því tegund af áreitni sem oftast hefur þann tilgang að valda ótta. Margir Íslendingar, og ekki síst þeir þekktu, hafa upplifað svona ofbeldi í einu formi eða öðru. Hér eru fimm dæmi.

Björk

Maður að nafni Ricardo Lopez varð hugfanginn af tónlistarkonunni Björk og lét hana ekki í friði árið 1996. Lopez reyndi að senda Björk bréfasprengju en breska lögreglan náði að stöðva hann í tæka tíð. Tilfelli Bjarkar þótti með því versta sem þekktist, en eltihrellirinn framdi sjálfsvíg skömmu eftir að hann náðist.

Eivør

Söngkonan Eivør Pálsdóttir sótti um nálgunarbann á íslenskan mann sem átti að hafa elt hana í um þrjú ár. Málið gekk meira að segja svo langt að maðurinn flutti til Færeyja og tjaldaði í garðinum hjá henni í dágóðan tíma. Hermt er að maðurinn hafi sagt að umboðskona Eivarar væri eina fyrirstaðan í sambandi þeirra.

Malín Brand

Fjölmiðlakonan Malín Brand tjáði sig um eltihrella í Fréttatímanum árið 2011. Malín var stödd með hópi íslenskra og tyrkneskra blaðamanna í tengslum við umsóknir landanna að ESB. Einn þeirra sem var í forsvari fyrir tyrkneska hópinn tilkynnti henni að Guð vildi að hún yrði konan hans. Í kjölfarið réðst maðurinn á hana og var Malín marin á kjálka, handleggjum og fótleggjum. Hún var flutt á annað hotel í kjölfarið.

Áslaug Arna

Þingkonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var áreitt á netinu af bandarískum manni oft á dag í margar vikur. Maðurinn bjó til Youtube-myndband þar sem hann spurði margra persónulegra spurninga. Hann hringdi og sendi henni talskilaboð mörgum sinnum á dag. Þegar Áslaug reiddist skipti maðurinn skapi og fór að kalla hana ýmsum illum nöfnum.

Halldór Laxness

Nóbelskáldið Halldór Laxness upplifði sinn skerf af áreitni aðdáenda sinna. Á ákveðnum tímapunkti þurfti að hafa samband við allar leigubílastöðvar í Reykjavík og segja leigubílstjórum að aka vinsamlegast ekki ölvuðum mönnum upp að Gljúfrasteini, heimili skáldsins, ef þeir óskuðu eftir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“