fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fókus

Svona leið Röggu Gísla þegar Birkir var dæmdur í fangelsi: „Það var eins og ég hefði fengið dóm“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. desember 2019 13:43

Ragnhildur Gísladóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir er gestur Loga í þættinum Með Loga í Sjónvarpi Símans Premium í kvöld. Mbl.is birti stutta klippu úr þættinum fyrr í dag þar sem Ragga lýsir því hvernig henni leið þegar kærasti hennar, Birkir var viðskiptastjóri hjá Glitni. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2014 fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun sem og brotum á lögum um ársreikninga sem sneru að 3,8 milljarða króna láni Glitnis árið 2007 til félags sem var í eigu Birkis.

„Það var eins og ég hefði fengið dóm. Það er bara, þegar fólk er svona tengt, eins og eitt eins og við erum, þá tekur maður þetta bara í hjartað og mér fannst þetta bara af því að ég vissi náttúrlega að þetta væri ekki rétt og ég hélt reyndar að [réttlætið myndi koma fram í hæstarétti] af því að þá myndi málið vera skoðað alveg eins og það var, eða er, og farið í alla sauma og gert upp. En það var ekki gert. Þannig þetta er skilið eftir svona í loftinu,“ segir Ragga.

„Já, maður verður bara svo hissa. Maður bara trúir varla að maður hafi þurft að fara í gegnum þetta. Að hafa þurft að kyngja þessu frá þessari æðstu stofnun ríkisins. Maður bara trúir því ekki.“

Þátturinn er í opinni dagskrá klukkan 20.00 í Sjónvarpi Símans Premium í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar

Skoðun móður um að það sé ofbeldi að kitla börn skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn

Þumalfingurinn getur sagt ýmislegt um persónuleikann þinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra

Skemmtilegar myndir af hávöxnu fólki og lágvöxnum vinum þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið – Hversu vel þekkir þú stóra Hótel-Sögu málið?

Taktu prófið – Hversu vel þekkir þú stóra Hótel-Sögu málið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“

Sigurbjörn glímir við krabbamein og fékk nýjar fréttir í dag – „Takk fyrir að standa með mér, kæru vinir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“

Bubbi ósáttur – „Þeir þykjast vera ég og senda stelpum og konum skilaboð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjákonan varð ólétt eftir mig

Hjákonan varð ólétt eftir mig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit

Þess vegna klæðist Elísabet Bretadrottning alltaf einum skærum lit