fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fókus

Ertu búin/n að kjósa mann ársins? Taktu þátt í kosningunni

Fókus
Miðvikudaginn 11. desember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningin á manni ársins hjá DV er í fullum gangi en það er í höndum lesenda að velja einn úr hópi þeirra átta sem eru tilnefndir. Kosningin hófst á mánudag og síðan þá hafa þúsundir atkvæða borist. Eins og staðan er núna er Helgi Seljan fréttamaður í efsta sætinu en hafa skal í huga að það getur breyst áður en kosningu lýkur næstkomandi mánudag.

Hér að neðan má sjá tilnefningarnar en hér er hægt að kjósa.

Tilnefningar árið 2019

Maður ársins:

Bjartmar Leósson, stofnandi hópsins Hjóladót.

„Keyrir um bæinn og finnur stolin hjól, heldur úti fb síðunni tapað fundið eða stolið“, er búinn að finna mörg hjól fyrir fólk, eitthvað sem maður hefði haldið að lögreglan ætti að vera að vinna í.“

„Bjartmar hefur bjargað hjólasamfélaginu á Íslandi.“

Erna Ýr Öldudóttir, blaðakona.

„Hún stendur með hinu sjálfsagða (frelsinu til tjáningar) í ríki sem er að drukkna í sinni eigin vinstri mennsku, gagnrýnin hugsun virðist fordæmd og hötuð hérna.“

„Stóð sig eins og hetja í herfilegum Kastljósþætti, þar sem henni og Magnúsi var kastað í ljónagryfju heimsku og sjálfsþótta.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

„Það þarf ekki að rökstyðja.“

„Frábær maður og góður forseti.“

Helgi Seljan, fréttamaður.

„Fyrir að þora að koma upp um Samherja og aðra elítu – ætli sonur Máa hringi ekki í hann og hóti honum eins og fv. Seðlabankastjóra.“

„Fyrir vandaða umfjöllun sem leiddi til afhjúpunar meinsemdar í viðskiptaháttum.“

Helgi Seljan

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari.

„Maður sem er koma með sannleikann upp á yfirborðið. Mörg önnur spillingarmál koma upp í kjölfarið.“

„Það þarf geysimikinn kjark til að vaða gegn svona miklu veldi sem Samherji er og stjórnendur þess. Orð Jóhannesar um að hann muni eiga erfitt með að fá vinnu eftir þetta eru rétt.“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

„Heiðarlegur verkalýðsforingi.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

„Hann er eini stjórnmálamaðurinn sem hugsar um íslenska framleiðslu.“

„Stendur allt af sér. Pólitískur afreksmaður.“

Hildur Guðnadóttir, tónskáld.

„Hefur náð einum besta árangri Íslendinga á erlendri grundu og er vel að titlinum komin.“

Hér er hægt að kjósa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“